Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var leikmaður PSG að gefa það út að Emery verði rekinn?
Thomas Meunier.
Thomas Meunier.
Mynd: Getty Images
Unai Emery verður ekki stjóri franska stórliðsins Paris Saint-Germain ef marka má orð bakvarðarins Thomas Meunier.

Meunier, sem hefur verið varaskeifa fyrir Dani Alves á tímabilinu, lét allt flakka á blaðamannafundi belgíska landsliðsins en hann er þessa stundina staddur í landsliðsverkefni.

„Ég er ekki 18 ára, ég er 26 ára. Ég verð að vera með fast sæti í liðinu," sagði Meunier.

„Ég verð að sýna hvað ég get en ég er rólegur þar sem margt mun breytast, eins og til dæmis þjálfarinn."

Mikil pressa er á Emery en eigendur PSG hafa lagt mikla áherslu á að sigra Meistaradeildina. Emery er á sínu öðru tímabili og annað tímabilið í röð datt liðið út í 16-liða úrslitum undir hans stjórn. Það stefnir þó í að liðið endurheimti Frakklandsmeistaratitilinn en það verður væntanlega ekki nóg fyrir kröfuharða eigendur Parísarliðsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner