Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. apríl 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
David Moyes orðaður við Tottenham
Næsti stjóri Spurs?
Næsti stjóri Spurs?
Mynd: Getty Images
The London Evening Standard greindi frá því að dag að Tottenham væri að íhuga að ráða David Moyes sem nýjan knattspyrnustjóra.

Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham er enn sagður hrifinn af Moyes þrátt fyrir vonbrigðatímabilið hjá Manchester United.

Í fréttinni er þó sagt að ekki séu allir sammála um ágæti Moyes innan stjórnar Tottenham.

Louis van Gaal hefur verið orðaður við Tottenham í einhvern tíma en talið er að hann geri mun hæri launakröfur en Moyes. Það sé eitthvað sem stjórnin verði að taka með inn í myndina þar sem verið er að eyða háum fjárhæðum í að stækka leikvang félagsins.

Í fréttinni er ekki vitnað í neinn svo um algjöra slúðursögu er að ræða.
Athugasemdir
banner
banner