Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. apríl 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Drottningamót ÍR 2014
Mynd: ÍR
Undirbúningur fyrir hið árlega Drottningamót ÍR og NIVEA er kominn í fullan gang. Mótið verður haldið laugardaginn 24.maí á gervigrasi ÍR. Dagskráin og leikskipulag verður með svipuðu sniði og á síðasta ári.

Drottningamótið hefur skipað sér fastan sess meðal móta fyrir eldri leikmenn (25+) og er eitt fárra móta fyrir þennan aldursflokk í kvennaknattspyrnunni. Von er á um 120 keppendum í ár og á hverju ári hafa bæst við ný lið í keppnina en önnur hafa mætt öll árin.

Takmarkaður fjöldi liða kemst að á hverju ári og því hvetjum við kvennaliðin til að skrá sig sem fyrst á [email protected]. Metnaður mótsstjórnar er að taka vel á móti keppendum og leikgleðin hefur verið frábær á mótinu síðastliðin ár, gamlir taktar rifjaðir upp á vellinum og knattspyrnukonur átt glaðan dag í Breiðholtinu.

Framkvæmd mótsins er í höndum stuðningsliðs meistaraflokks kvenna sem ber nafnið ÍR Drottningar og meistaraflokksráðs kvenna. ÍR Drottningar koma saman tvisvar í viku allan ársins hring til að æfa fótbolta og er hópurinn skemmtileg blanda af fótboltamömmum og fyrrverandi knattspyrnudrottningum. Allar konur eru hjartanlega velkomnar í hópinn ef áhugi er fyrir að spila fótbolta og hafa gaman.

Dagskrá mótsins:
09:00 – morgunhressing í ÍR heimili fyrir leikmenn
10:00 – mótssetning
10:20 – keppnisleikir á gervigrasi ÍR
16:00 – mótsslit og verðlaunaafhending

Hjá ÍR er stemmingin þegar orðin hin besta og skráning á mótið er hafin. Nánari upplýsingar um mótið má finna á fjésbókinni með því að leita af Drottningamót ÍR og NIVEA.
Athugasemdir
banner
banner
banner