fim 24. apríl 2014 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Benfica sigraði Juventus - Sevilla í góðri stöðu
Carlos Tevez tókst að stríða Benfica aðeins í kvöld.
Carlos Tevez tókst að stríða Benfica aðeins í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sevilla er í griðarlega góðri stöðu
Sevilla er í griðarlega góðri stöðu
Mynd: Getty Images
Það má segja að Juventus og Sevilla séu í ágætri stöðu eftir fyrri undanúrslitaleiki Evrópudeildarinnar en þeir voru fram í kvöld.

Það kann að hljóma fáránlega að Juventus sé í betri stöðu eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Benfica í kvöld í Portúgal en Ezequiel Garay kom Benfica yfir er hann stangaði boltann í netið.

Carlos Tevez jafnaði metin fyrir Juventus. Kwadwo Asamoah lagði þá boltann á Tevez, sem lék á vörn Benfica og skoraði. Lima sá til þess á 84. mínútu að Benfica færi alla vega með sigur af hólmi en óvíst er hvort það komi til með að nægja.

Juventus hefur unnið sautján deildarleiki í röð á Juventus Stadium þar sem síðari leikurinn fer fram og virðist fátt stöðva ítalska liðið þar. Benfica er þó öflugt lið, svo ljóst er að það verður öflugur síðari leikur þar.

Sevilla aftur á móti lét Valencia finna fyrir því í kvöld. Liðið skoraði tvö mörk með afar stuttu millibili en Stephane M'bia kom Sevilla yfir með laglegu marki með hælnum áður en Carlos Bacca bætti við öðru þremur mínútum síðar.

Það muna þó allir eftir endurkomu Valencia gegn Basel í 8-liða úrslitum og því má alls ekki afskrifa liðið fyrir síðari leikinn.

Úrslit og markaskorarar:

Benfica 2-1 Juventus
1-0 Ezequiel Garay ('3 )
1-1 Carlos Tevez ('73 )
2-1 Lima ('84 )

Sevilla 2-0 Valencia
1-0 Stephane M'bia ('33 )
2-0 Carlos Bacca ('36 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner