Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 24. apríl 2014 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Fimm ára markaleysi Tevez í Evrópukeppni á enda
Carlos Tevez skoraði í kvöld
Carlos Tevez skoraði í kvöld
Mynd: Getty Images
Það var þungu fargi létt af Carlos Tevez, framherja Juventus í kvöld, en mark hans í kvöld var það fyrsta í fimm ár í Evrópukeppni.

Markið var þýðingarmikið á tvo vegu en það hélt Juventus vel á lífi í undanúrslitarimmunni þar sem útivallarmarkið gæti reynst Benfica afar dýrkeypt og þá var þetta hans fyrsta mark í Evrópukeppni í fimm ár.

Tevez hafði ekki skorað í Evrópukeppni frá árinu 2009 er hann skoraði fyrir Manchester United gegn Porto í Meistaradeildinni.

Núna, 1843 dögum síðar, tókst honum að leka inn marki í Evrópukeppni. Þetta var mark númer 20 hjá honum á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er ólíklegt að hann verði í argentínska landsliðinu fyrir HM í Brasilíu.

Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, hefur ekki valið Tevez í hópinn frá því hann tók við liðinu árið 2011 og er afar ólíklegt að það breytist í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner