Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
„Fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd“
Hörður Sveinsson í bíó.
Hörður Sveinsson í bíó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst þetta fyndið hjá honum.  Það var fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd þó að það hafi ekkert verið á bakvið það.  Hann var búinn að segja mér að ég myndi fá mínar 15 mínútur af frægð en það var ekkert svo jákvætt þegar Egill sagði honum í lokin að þetta hefði verið lygi með markið.“
,,Mér fannst þetta fyndið hjá honum. Það var fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd þó að það hafi ekkert verið á bakvið það. Hann var búinn að segja mér að ég myndi fá mínar 15 mínútur af frægð en það var ekkert svo jákvætt þegar Egill sagði honum í lokin að þetta hefði verið lygi með markið.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var ekki með bullandi sjálfstraust á þessum tíma og þetta reynir klárlega á sálina sem og fjölskylduna líka, að þurfa að vera með hundfúlan kall heima.  Maður er ekkert hoppandi glaður og það þarf minni hluti til að gera mann pirraðan.“
,,Ég var ekki með bullandi sjálfstraust á þessum tíma og þetta reynir klárlega á sálina sem og fjölskylduna líka, að þurfa að vera með hundfúlan kall heima. Maður er ekkert hoppandi glaður og það þarf minni hluti til að gera mann pirraðan.“
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þá fékk ég viðurnefnið Herra haust og ég ætla að halda í það.  Ég ætla að byrja að skora fyrr á þessu tímabil en ég vil halda í þetta nafn, það er skemmtilegt.
,,Þá fékk ég viðurnefnið Herra haust og ég ætla að halda í það. Ég ætla að byrja að skora fyrr á þessu tímabil en ég vil halda í þetta nafn, það er skemmtilegt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það var sárt að sjá á eftir dollunni.  Ég hugsa að stressið hafi ekki farið með okkur.  Við fengum kannski smá sjokk þegar þeir jöfnuðu og skömmu áður hefðum við átt að fá vítaspyrnu.  Símun Samuelsen á erfitt með að gleyma því.  Hann hefur bent á margar myndir sem sanna að hann hefði átt að fá víti.“
,,Það var sárt að sjá á eftir dollunni. Ég hugsa að stressið hafi ekki farið með okkur. Við fengum kannski smá sjokk þegar þeir jöfnuðu og skömmu áður hefðum við átt að fá vítaspyrnu. Símun Samuelsen á erfitt með að gleyma því. Hann hefur bent á margar myndir sem sanna að hann hefði átt að fá víti.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var mjög tæpt í fyrra en við tókum stórt skref í lokin og kláruðum þetta eins og menn.  Við erum ekki með breiðasta hópinn en við erum með góðan hóp.  Það eru margir ungir strákar að koma upp og ef að þeir eru tilbúnir að taka skrefið í úrvalsdeildinni þá getum við verið í fínum málum.  Ég held að við getum komið skemmtilega á óvart ef allir haldast heilir og við forðumst bönn.
,,Þetta var mjög tæpt í fyrra en við tókum stórt skref í lokin og kláruðum þetta eins og menn. Við erum ekki með breiðasta hópinn en við erum með góðan hóp. Það eru margir ungir strákar að koma upp og ef að þeir eru tilbúnir að taka skrefið í úrvalsdeildinni þá getum við verið í fínum málum. Ég held að við getum komið skemmtilega á óvart ef allir haldast heilir og við forðumst bönn.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Nafn: Hörður Sveinsson
Aldur: 30 ára
Staða: Sóknarmaður

,,Ég er að segja þér það. Hörður Sveins reif sig loksins í gang og setti tvö, eitt á 92 og eitt á 94 og þeir unnu 3-2,“ segir Egill ,,Gillz“ Einarsson í myndinni ,,Lífsleikni Gillz“ sem sló í gegn á dögunum. Egill var þar að ljúga að félaga sínum Auðunni Blöndal að Hörður hefði skorað tvívegis undir lokin í leik gegn FH til að koma í veg fyrir að Auðunn myndi fremja sjálfsvíg eftir að hafa tapað pening á veðmáli á Lengjunni.

,,Egill er flottur strákur. Ég var með honum í íþróttafræði 2005 og við náðum ágætlega saman þá,“ segir Hörður um tengingu sína við Egil.

,,Mér fannst þetta fyndið hjá honum. Það var fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd þó að það hafi ekkert verið á bakvið það. Hann var búinn að segja mér að ég myndi fá mínar 15 mínútur af frægð en það var ekkert svo jákvætt þegar Egill sagði honum í lokin að þetta hefði verið lygi með markið.“

Hörður er uppalinn Keflvíkingur en eftir tímabilið 2010 ákvað hann að ganga í raðir Vals. ,, Þetta var búið að vera svolítið þungt í Keflavík og ég átti erfitt tímabil framan af hjá Willum þó að það hafi endað mjög vel. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég vildi víkka sjóndeildarhringinn í stað þess að vera með hestaaugun á einum punkti. Það var mjög þroskandi að prófa það.“

Leiðinlegt fyrir fjölskylduna að vera með hundfúlan kall
Hörður skoraði einungis tvö mörk í 29 leikjum með Val í Pepsi-deildinni 2011 og 2012 og hann segir það hafa verið erfiða tíma.

,,Þetta var stöngin út. Það vantaði ekki að ég væri að fá færin en boltinn vildi ekki fara inn. Það eiga allir sínar lægðir og þegar ég fer í gegnum ferilinn sé ég lægðirnar og hæðirnar á móti. Þetta er eðlilegt hjá fótboltamönnum. Fernando Torres er til dæmis ennþá fastur í sinni lægð en hann á eftir að komast upp úr henni og fara að skora fullt af mörkum aftur.“

,,Ég var ekki með bullandi sjálfstraust á þessum tíma og þetta reynir klárlega á sálina sem og fjölskylduna líka, að þurfa að vera með hundfúlan kall heima. Maður er ekkert hoppandi glaður og það þarf minni hluti til að gera mann pirraðan.“


Hörður ákvað að snúa aftur til Keflavíkur um mitt sumar 2012. ,,Mér bauðst líka að fara í fyrstu deildina en ég stökk á tækifærið að fara í Keflavík. Ég bjó í Keflavík og var að keyra á milli og með félagaskiptunum gafst meiri tími til að vera með fjölskyldunni.“

Vill áfram vera kallaður Herra haust
Síðari hlutann á síðasta tímabili Hörður mörg mikilvæg mörk og hjálpaði Keflvíkingum um leið að bjarga sæti sínu í Pepsi-deildinni eftir að útlitið hafði verið dökkt á tímabili. Um leið fékk hann viðurnefnið Herra Haust.

,,Það kom eitt mark í lok fyrri umferðarinnar gegn skaganum og svo komu sex eða sjö um haustið. Þá fékk ég viðurnefnið Herra haust og ég ætla að halda í það. Ég ætla að byrja að skora fyrr á þessu tímabil en ég vil halda í þetta nafn, það er skemmtilegt,“ sagði Hörður við Fótbolta.net.

,,Fyrri hlutann í fyrra var ég svolítið mikið á kantinum en þegar Kristján Guðmundsson tók við þá henti hann mér beint í senterinn. Þó að ég geti leyst einn og einn leik á kanti vil ég ekki spila allt tímabilið þar.“

Ætlaði aftur út
Snemma á ferlinum náði Hörður þeim áfanga að verða bikarmeistari með Keflavík en hann skoraði í 3-0 sigri liðsins á KA í bikarúrslitunum 2004.

,,Það var frábær tilfinning og það var mjög gaman að taka þátt í því ævintýri. Þetta er stysta leiðin í átt að bikar eins og einn góður þjálfari sagði. Árið eftir átti ég mjög gott tímabil þar sem ég náði í bronsskóinn og eftir það fór ég út,“ sagði Hörður sem skoraði það sumar fjögur mörk í leik í Evrópukeppni gegn Etzella fra Lúxemborg.

,,Þessi leikur var mjög merkilegur fyrir mig þar sem ég skoraði fjögur mörk og þau hefðu líklegast getað verið fleiri. Við komumst yfir snemma leiks og förum með 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik spila þeir með varnarlínuna sína hátt uppi á vellinum og það nýtist okkur mjög vel og við skorum þrjú mörk. Ef mig minnir rétt voru öll mörkin eftir stungusendingar. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og mjög minnisstæður fyrir mig," sagði Hörður sem skoraði einnig gegn Etzella í seinni leiknum. Eftir sumarið fór hann síðan til Silkeborg í Danmörku.

,,Það var frábær tími. Ég skoraði sjö mörk í 11 leikjum og við héldum okkur uppi eftir að hafa verið í fallsæti þegar ég og Bjarni Ólafur (Eiríksson) komum. Það kom röð þjálfaraskipta og forsendur breyttust þannig að á endanum komum við allir heim. Planið var að koma stutt heim og fara út aftur en það æxlaðist ekki þannig.“
Hörður og Hólmar Örn Rúnarsson komu báðir til Keflvíkinga frá Silkeborg daginn fyrir fyrsta leik árið 2008. Fæstir bjuggust við miklum afrekum hjá Keflavík það sumarið en á endanum var liðið einungis hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum.

,,Ég kom inn í gott lið hjá Keflavík 2008. Ég náði ekki að sýna það sem ég vildi á þeim tíma en það var mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég náði að skora nokkur mikilvæg mörk og þetta var frábært tímabil. Það bjóst enginn við neinu af okkur og við komum öllum á óvart.“

Óþarfi að blanda fjölmiðlum í þetta
Eftir sigur á Breiðabliki í 20. umferð árið 2008 virtust Keflvíkingar ætla að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti síðan 1973. Keflavík voru þá á toppnum, átta stigum á undan FH-ingum sem áttu þó leik til góða.

Keflavík tapaði á dramatískan hátt gegn FH í næstsíðustu umferðinni þar sem Atli Viðar Björnsson hélt lífi í vonum Fimleikafélagsins með marki í viðbótartíma. Nokkrum dögum síðar mættu FH-ingar síðan Breiaðbliki í frestuðum leik en Keflvíkingar horfðu saman á þann leik í von um að titillinn kæmi í höfn með hagstæðum úrslitum.

,,Við tókum fyrri hálfleikinn og fórum síðan á æfingu. Ég veit ekki hvort það voru mistök eða ekki, það hefðu allir horft á leikinn heima hjá sér fyrir æfingu. Það komu fjölmiðlar að fylgjast með og það var óþarfi að blanda þeim í þetta. Þetta hefði mátt vera loakð fyrir okkur. Ég held að þetta hafi samt ekki haft áhrif á það hvernig þetta fór.“
Í lokaumferðinni mætti Keflaví k liði Fram og sigur þar gat tryggt liðinu titilinn. Símun Samuelsen kom Keflavík yfir á 54. mínútu en Framarar snéru taflinu sér í hag og titillinn endaði hjá FH-ingum sem unnu Fylki á sama tíma.

,,Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sjálfri, hún var ekkert sérstök. Það var sárt að sjá á eftir dollunni. Ég hugsa að stressið hafi ekki farið með okkur. Við fengum kannski smá sjokk þegar þeir jöfnuðu og skömmu áður hefðum við átt að fá vítaspyrnu. Símun Samuelsen á erfitt með að gleyma því. Hann hefur bent á margar myndir sem sanna að hann hefði átt að fá víti.“

Eftir brösugt gengi lengi vel í fyrra er Hörður bjartsýnn á að Keflvíkingum muni vegna betur í sumar.

,,Þetta var mjög tæpt í fyrra en við tókum stórt skref í lokin og kláruðum þetta eins og menn. Við erum ekki með breiðasta hópinn en við erum með góðan hóp. Það eru margir ungir strákar að koma upp og ef að þeir eru tilbúnir að taka skrefið í úrvalsdeildinni þá getum við verið í fínum málum. Ég held að við getum komið skemmtilega á óvart ef allir haldast heilir og við forðumst bönn,“ sagði Hörður að lokum.

Sjá einnig:
„Fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd“ (Hörður Sveins)Heyrnarlaus og borðar hamborgara fyrir leiki (Orri Hjaltalín)
„Ég var létt geggjaður“ (Ragnar Bragi Sveinsson)
„Út í hött að meiðast í 15-0" (Aron Elís Þrándarson)
Úr utandeildinni í Pepsi-deildina (Haukur Lárusson)
Athugasemdir
banner
banner
banner