Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. apríl 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Insigne vill mæta Fiorentina í úrslitum
Lorenzo Insigne.
Lorenzo Insigne.
Mynd: Getty Images
Lorenzo Insigne, framherji Napoli, segir liðið stefna á að fara alla leið efir að hafa komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Napoli gerðir þá 2-2 jafntefli gegn Wolfsburg á heimavelli, en viðureignin var svo gott sem ráðin eftir 4-1 sigur Napoli í fyrri leiknum.

Við höfum náð mjög mikilvægu markmiði. Við gáfum allt okkar hér og núna viljum við fara alla leið," sagði Insigne eftir leikinn í gærkvöldi, en hann vonast til að mæta Fiorentina í úrslitum.

Við áttum þetta skilið, við vorum sameinaðir. Það yrði frábært fyrir ítalskan fótbolta ef bæði liðin komast í úrslitin. Ég get að minnsta kosti lofað því að við munum gefa allt okkar."

Dregið verður í undanúrslitunum síðar í dag. Auk ítölsku liðana verða Dnipro og Sevilla í pottinum.
Athugasemdir
banner
banner