fös 24. apríl 2015 09:15
Elvar Geir Magnússon
Memphis sagður hafa flogið í viðræður við Man Utd
Memphis Depay í leik með PSV.
Memphis Depay í leik með PSV.
Mynd: Getty Images
Manchester United virðist vera að nálgast Memphis Depay, 21 árs vængmann PSV Eindhoven. Þessi hæfileikaríki hollenski leikmaður er eftirsóttur og er einnig á óskalistum Liverpool og PSG.

The Sun segir að Memphis, eins og leikmaðurinn vill láta kalla sig, hafi flogið með umboðsmanni sínum Kees Ploegsma til Englands til viðræðna við Manchester United.

Memphis ku helst af öllu vilja fara til Manchester United en hann var í hollenska landsliðshópnum undir stjórn Louis van Gaal á HM í fyrra.

Hann hefur skorað 26 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili en stjórnarmaður PSV lét hafa eftir sér nýverið að leikmaðurinn yrði seldur í sumar.

Þá segir Der Westen í Þýskalandi að miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (24) sé á leið til United frá Borussia Dortmund. Liðsfélagi hans, Mats Hummels, hefur einnig verið sterklega orðaður við enska stórliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner