Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2015 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Matti Vill skoraði í tapi
Matti Vill skoraði í kvöld
Matti Vill skoraði í kvöld
Mynd: Start
Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í dag en Start tapaði fyrir Vålerenga, 2-3, á heimavelli.

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru í byrjunarliði Start gegn Vålerenga í dag en liðið tapaði á svekkjandi hátt undir lok leiks.

Vålerenga komst yfir í byrjun leiks áður en heimamenn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Það var enginn annar en Matthías sem skoraði svo markið sem kom Start yfir í byrjun síðari hálfleiks en það dugði ekki til.

Gestirnir jöfnuðu metin og skoruðu svo sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir af leiknum en Start er með 5 stig þegar fjórir leikir eru búnir af norsku deildinni á meðan Vålerenga er á toppnum með 10 stig eftir fyrstu fjóra.
Athugasemdir
banner
banner