Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 24. apríl 2015 13:29
Elvar Geir Magnússon
Stefnt á að sýna alla leiki í Pepsi-deild karla beint
Pepsi-deildin á Stöð 2 Sport til 2021
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson í útsendingu á Stöð 2 Sport.
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson í útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr samningur KSÍ og 365 miðla um sýningarréttinn frá íslenska boltanum var kynntur í hádeginu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að samningurinn skili fótboltafélögum Íslands hærri uppæð en fyrrum samningar hafa gert.

Samningurinn tekur gildi frá og með næsta ári en greiðslurnar eru árangurstengdar eins og áður.

„Þessi samningur skilar fótboltafélögunum milljarði," sagði Geir á fundinum.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir að stefnan sé að sýna alla 132 leikina í efstu deild karla í beinni frá og með næsta sumri. Mögulegt sé að sýna alla leiki í sjónvarpi eða gegnum internetið.

Geir segist afar stoltur af þessum samningi sem muni auka umfjöllun um íslenska boltann til muna.

Sýningarrétturinn nær til Íslandsmóts karla og kvenna, bikarkeppni karla og kvenna, Meistarakeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki sem og Deildarbikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki.

Samningurinn er til sex ára og því ljóst að Pepsi-deildin verður á Stöð 2 Sport til 2021.
Athugasemdir
banner
banner