Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2015 10:24
Elvar Geir Magnússon
Undanúrslit Meistaradeildarinnar: Bayern mætir Barca
Real Madrid er ríkjandi meistari.
Real Madrid er ríkjandi meistari.
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðin fjögur sem eftir eru hafa 21 sinni samtals unnið keppnina. Real Madrid með tíu titla en liðið er ríkjandi meistari. Nítján ár eru síðan Juve vann.

Barist er um sæti í úrslitaleiknum sem verður í Berlín.

Drátturinn:
Barcelona - Bayern München
Juventus - Real Madrid

Pep Guardiola mætir með sína menn í Bayern og leikur gegn sínum gömlu félögum í Barcelona. Möguleiki er á spænskum úrslitaleik aftur en Juventus og Real Madrid eigast við.

Leikið verður 5/6 maí og 12/13 maí.



Athugasemdir
banner