mán 24. apríl 2017 19:45
Stefnir Stefánsson
Barzagli: Ég er ekki að fara að hætta
Andrea Barzagli
Andrea Barzagli
Mynd: Getty Images
Andrea Barzagli varnarmaður Juventus, segist ekki vera að íhuga það að hætta knattspyrnuiðkun þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall. Þá segist hann ætla að halda áfram að spila svo framarlega sem að honum líður vel.

Barzagli hefur fallið fyrir aftan Girogio Chiellini og Leonardo Bonucci í goggunarröðinni hjá Allegri um sæti í hjarta Juventus varnarinnar.

„Ég mun spila fótbolta svo framarlega sem að mér líður vel. Ef að ég verð sendur burt héðan þá mun ég kannski íhuga mín mál." sagði Barzagli.

„Buffon er alltaf að segja við mig að ég þurfi að fara að hætta" sagði hann léttur og hélt svo áfram,

„Við förum inn í leikinn gegn Mónako fullir sjálfstrausts og við erum á mjög góðum stað bæði andlega og líkamlega. Við erum enþá inni í öllum keppnum og við erum með stóran hóp. Við sjáum hvað gerist. Við erum að fara að gera allt sem að við getum til að reyna að vinna allta titlana sem eru í boði" sagði Bonucci en Juventus liðið á mikilvæga rimmu framundan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner