mán 24. apríl 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Benítez: Allir sögðu að við yrðum að fara beint upp aftur
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle United, sem að tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld var himinlifandi eftir leik og óskaði sínum mönnum til hamingju með árangur tímabilsins.

„Ég verð að óska leikmönnunum, starfsliðinu og öllum sem vinna hjá félaginu, innilega til hamingju. sagði Benítez.

„Undir lokin var þetta orðið erfitt fyrir okkur, vegna þess að deildin er sterk. Þetta er mjög erfið deild og við þurftum að halda uppi baráttunni alveg þangað til að þetta var komið. Það eru fullt af hlutum sem að þú getur ekki stjórnað sjálfur en okkur tókst að ná markmiði okkar." bætti spánverjinn við.

„Þetta er búinn að vera stórkostlegur dagur. Við fundum fyrir aukinni pressu því að það sögðu allir við okkur að við yrðum að fara beint upp aftur. Við vissum það af reynslu að það er alls ekki auðvelt fyrir neitt lið að falla og fara beint upp aftur. Sérstaklega ef að miklar mannabreytingar verða á hópnum." sagði Benítez og þá talaði hann einnig um hversu mikilvægt þetta afrek væri fyrir félagið.

„Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið og leikmennina. Við þurftum að vera mjög sterkir andlega í marga, marga mánuði." bætti Benítez við en hann er ekki saddur.

„Við eigum enþá möguleika á að vinna deildina en það mikilvægasta er í höfn núna og það er að við munum spila í ensku úrvalsdeildinni að ári." sagði Benitez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner