Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. apríl 2017 16:25
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Bikarkeppni KSÍ - Hvað gerðist eiginlega?
Bergmann Guðmundsson skrifar:
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frá leik Tindastóls og KA í fyrra.
Frá leik Tindastóls og KA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég er nýtekinn við formannsstöðu hjá U.M.F. Tindastól og nú er blessuð bikarkeppnin byrjuð um hávetur hérna fyrir norðan.

Oft verða breytingar til góðs og eru settar fram til að bæta starfið í knattspyrnuheiminum en ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvað mönnum gengur til með þessu öllu saman. Hvernig á ég að spila heimaleikinn minn við Þór næsta laugardag? Jú ég þarf að fara með liðið mitt á Akureyri og spila heimaleikinn minn þar. Takk kærlega fyrir það.

Svo er það hvaða liðum við mætum.

Nú er einhver landshlutaskipting á bikardrættinum sem tryggir það að við mætum alltaf sömu liðunum á hverju ári og ef okkur gengur vel eigum við örugga leiki við KA eða Þór. Ekki KA núna því þeir ösnuðust í Pepsi deildina í á,r þannig að við fáum Þór.

Hljómar spennandi. Spila alltaf við sömu liðin og eru á svæðinu, lið sem við leikum líka við æfingaleiki og í Lengjubikar. Hvaða bull er þetta? Hér eru leikir Tindastóls síðustu 9 árin í bikarnum.

Magni -Tindastóll
Magni -Tindastóll
Völsungur -Tindastóll/Hvöt
Dalvík/Reynir -Tindastóll
Dalvík/Reynir -Tindastóll
Tindastóll -Dalvík/Reynir
Þór -Tindastóll
Dalvík/Reynir -Tindastóll
KF -Tindastóll

Erum við virkilega komnir á þennan stað að bikarkeppnin er algjörlega ónýt fyrir “litlu” liðin á Íslandi. Hvar er rómantíkin og spennan þegar dregið er? Er virkilega svona erfitt fyrir lið að þurfa að ferðast aðeins til að spila leiki. Mæta nýjum mótherjum á hverju ári og gera þessa blessuðu bikarkeppni þannig að lið hafi ánægju af að taka þátt í henni.

Nú eru “stóru” liðin á Íslandi orðin svo merkileg með sig að þau mæta ekki til leiks fyrr en í úrslitaleiknum liggur við og engar líkur eru fyrir lið að fá stórlið í heimsókn. Þetta voru leikir sem lifa í minningunni, leikir sem talað er um enn þann dag í dag. Er þetta fjárhagslegt? Eða eru menn orðnir svo góðir með sig á litla Íslandi að lið sem eru í efstu deild finnst það fyrir neðan sína virðingu að fara og spila t.d. við Einherja eða Tindastól. Ég vil ekki trúa því.

Að mínu mati er búið að verðfella þessa bikarkeppni mikið með þessum reglum sem miðast við að koma litlu liðunum út úr henni sem fyrst svo stóru strákarnir geti leikið sér seinna meir.

Þetta getur ekki verið stefna KSÍ að taka keppni sem sambandið stendur fyrir og gera hana með þeim hætti að vitlaust sé gefið frá byrjun. Hvernig væri nú að reyna að hafa hana þannig að draga á milli allra liða í fyrstu umferð óháð búsetu? Það yrði góð byrjun. Leyfa svo keppninni að byrja eftir að snjóa leysir þannig að hægt sé að spila heimaleikina heima. Smella svo þessu liðum sem allir vilja mæta fyrr í keppnina. Þessi lið eru með stóra og góða leikmannahópa og ætti ekki að vera skotaskuld úr því að koma t.d. hingað á Krókinn og keppa við okkur. Við skulum taka vel á móti þeim og jafnvel að gefa þeim kaffi eftir leik.

Að öðrum kosti ætti að vera lítið mál að leggja þessa keppni bara niður fyrst þetta er svona mikið mál að þurfa að taka þátt í henni. Ég veit allavega að ég hlakka til að mæta Dalvík/Reyni í 5. skipti í bikarnum á síðustu 10 árum á næsta ári.

Með fótboltakveðju
Bergmann Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner