Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. apríl 2017 14:30
Daníel Rúnarsson
Dirty-leikmaður vikunnar: Klassískur Ramos
Sergio Ramos og kærasta hans Pilar Rubio. Kannski á leiðinni til Íslands að smakka Dirty Burger & Ribs?
Sergio Ramos og kærasta hans Pilar Rubio. Kannski á leiðinni til Íslands að smakka Dirty Burger & Ribs?
Mynd: Instagram síða Sergio Ramos
Mynd: DBR
Í vetur mun Fótbolti.net í samstarfi við Dirty Burger & Ribs velja Dirty-leikmann vikunnar.

Eins og flestir vita var El Clásico í spænsku deildinni í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona í einum fjörugasta leik tímabilsins. Leiknum lauk með 3-2 sigri Barcelona og að sjálfsögðu var það Lionel Messi sem tryggði Börsungum stigin þrjú með flautumarki í uppbótartíma.

En við í Dirty horninu höfum meiri áhuga á öðrum hlutum og El Clásico sveik okkur ekki frekar en unnendur fallegrar knattspyrnu.

Sergio Ramos sá til þess að við höfðum um nóg að tala eftir leik þegar hann fór í eina klassíska Ramos tæklingu, báðar lappir á lofti í áttina að Lionel Messi sem má teljast heppinn að hafa náð að hoppa að mestu upp úr tæklingunni og sleppa ómeiddur.

Ramos virðist alltaf annað hvort vera hetja eða skúrkur, það er engin meðalmennska til hjá honum. Annað hvort skallar hann inn sigurmarkið eða nælir sér í glórulaus rauð spjöld á miðjum vellinum algjörlega að óþörfu.

Ramos fær því nafnbótina Dirty-leikmaður vikunnar að þessu sinni og á að sjálfsögðu inni máltíð fyrir tvo á Dirty Burger & Ribs á Miklubraut, Austurstræti eða Hafnargötu í Reykjanesbæ. Gjafabréfið er fyrir tvo þannig að Ramos getur boðið kærustunni, Pilar Rubio, með út að borða.

Tæklinguna má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir
banner
banner