Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. apríl 2017 19:30
Stefnir Stefánsson
Gibson á leið frá Middlesbrough ef þeir falla
Ben Gibson hefur verið öflugur hjá Boro
Ben Gibson hefur verið öflugur hjá Boro
Mynd: Getty Images
Ben Gibson varnarmaður Middlesbrough, mun yfirgefa félagið í sumar mistakist liðinu að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Gibson sem er 24 ára gamall hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Middlesbrough á tímabilinu en liðið er að leika sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni síðan 2009. Þá var hann valinn í enska landsliðshópinn í mars síðastliðinn.

Hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið í ágúst síðastliðinn en nú er orðið ljóst að til þess að hann muni efna þann samning þurfi liðið að halda sæti sínu í deildinni. En talið er að nokkur úrvalsdeildarlið hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir þegar glugginn opnar í sumar.

Middlesbrough hafa tíu sinnum haldið marki sínu hreinu á tímabilinu þegar að Gibson er í vörninni, en þeir hafa átt í stökustu vandræðum með að koma knettinum í mark andstæðingana og sitja þeir sem stendur í 19. sæti deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir af tímabilinu.

Boro hafa aðeins skorað 23 mörk á þessu tímabili en það er minnst allra liða, þá hefur liðið ekki unnið leik í deildinni síðan 17. desember í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner