Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. apríl 2017 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan í Pepsi-deild kvenna er spáð 1. sæti í deildinni og þar með Íslandsmeistaratitlinum. Í dag er það hin unga og efnilega, Agla María Albertsdóttir sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Agla María Albertsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Agla

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15

Uppáhalds drykkur: epla toppur

Uppáhalds matsölustaður: Mathús Garðabæjar

Hvernig bíl áttu: Nýti mér skutlþjónustu.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Bachelor.

Uppáhalds tónlistarmaður: Andra Day og Beyonce í miklu uppáhaldi

Uppáhalds samskiptamiðill: Facebook

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Aron Þórður

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: fæ mér voða sjaldan bragðaref, fæ mér yfirleitt rjómaís í vöffluformi.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Kominn ♥♥” frá pabba.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ætla ekki að útiloka neitt en get ekki sagt að ég springi úr spennu þegar ég heyri Haukar.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Harpa Þorsteins.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þeir eru nokkrir erfitt að gera upp á milli þeirra.

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistarar 2016

Mestu vonbrigðin: Þegar Ben Higgins valdi Lauren í staðinn fyrir Jojo í Bachelor, það var alvöru högg sem tók smá tíma að yfirstíga.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Mist Edvardsdóttir

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Setja góðan pening í kvennaboltann.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Aron Þórður Albertsson stendur klárlega upp úr.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Begga og Þórdís.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogur klárt mál

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Smelli mér í föt og rölti upp í morgunmat.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei voða lítið

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: sundi

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Noregur með In my dreams árið 2005

Vandræðalegasta augnablik: : Dettur ekkert í hug.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kolbrún Tinna, María Eva og síðan Adda til að halda aganum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Mér finnst fátt betra en mjólk með pizzu.
Athugasemdir
banner
banner
banner