mán 24. apríl 2017 08:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur í Pepsi-deild kvenna er spáð 2. sæti í deildinni. Í dag er það bakvörðurinn, Thelma Björk Einarsdóttir sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Thelma Björk Einarsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Telly er ekki í uppáhaldi en Pála kom með eitt um daginn sem toppaði það, T-girl.

Aldur: 26 að verða 27

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Held að það hafi verið árið 2006.

Uppáhalds drykkur: Philtered Soul kaffibolli frá Philz Coffee

Uppáhalds matsölustaður: Gló

Hvernig bíl áttu: Rauða Toyotu Corollu. Hún er samt að syngja sitt síðasta

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Kaleo og Celine Dion

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat og Instagram

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Evaruza og vidarbrink koma manni til að hlæja

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Tvöfaldan skammt af frosnum hindberjum og lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Laeknastodin Orkuhusinu minnir a pantadan tima hja: Gauti Laxdal klukkan 13:45 tann 12.4.2017. Forfoll tilkynnist i s: 5200100.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ætli ég verði ekki að segja KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sydney Leroux

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Margrét Lára í skallatennis. Óþolandi góð.

Sætasti sigurinn: Bikarúrslitin 2009.

Mestu vonbrigðin: Bikarúrslitin 2015.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að spila með Katrínu Ómars.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Koma á fót U21/23 landsliði kvenna

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hlín Eiríksdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Valsstrákarnir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Vélin Metta Jensen og DML mega deila þessum titli

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ísabella er hættuleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég held að það hafi verið markið sem Keflavík skoraði á móti okkur 2007. Hallbera ætlaði sem sagt að skýla boltanum út af en boltinn var aldrei á leiðinni út af heldur bara í markið en hún áttaði sig á því aðeins of seint.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Slekk/snooza á vekjaraklukkunni

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já er algjör alæta þegar það kemur að íþróttum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Myndmennt og handmennt voru ekki mínar sterkustu hliðar

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Nætur með Siggu Beinteins

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég var í ræktinni að taka interval á hlaupabrettinu. Tek mér síðan smá pásu og fer af brettinu í dágóða stund. Þegar ég kem svo til baka liggja nærbuxurnar mínar á brettinu. Þær höfðu þá e-rn veginn flækst í íþróttafötunum í þvottavélinni.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Erfið spurning en ætli Elísa, Arna og Mist yrðu ekki fyrir valinu. Elísa sæi um að elda, Arna að baka og svo væri Mist á gítarnum og í fimmaurunum. Saman myndum við líka baneitrað TEAM.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef ekki borðað nammi í rúmlega þrjú ár sem er ekki frásögu færandi nema það að ég var einn mesti nammigrís sem sögur fara af.
Athugasemdir
banner
banner
banner