Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 24. apríl 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ísland í dag - Valur gegn FH í Meistaraleik
Íslandsmeistarar FH mæta bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ
Íslandsmeistarar FH mæta bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveir leikir eru í íslenska boltanum í kvöld.

Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals mætast í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Bæði lið hafa verið á góðu róli á undirbúningstímabilinu og komust bæði lið uppúr riðli sínum í Lengjubikarnum. Valur dró sig hins vegar úr keppni á meðan FH datt út í undanúrslitum gegn KR.

Stutt er í mót og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks.

Í hinum leik kvöldsins mætast Stál-úlfur og Njarðvík í Borgunarbikarnum. Þetta er síðasti leikur fyrstu umferðar í bikarnum og mætir sigurliðið ÍR í næstu umferð.

mánudagur 24. apríl

Borgunarbikar karla
18:45 Stál-úlfur-Njarðvík (Kórinn - Gervigras)

Meistarakeppni KSÍ karlar
19:15 Valur-FH (Valsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner