Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. apríl 2017 21:00
Stefnir Stefánsson
Ítalía: Salah með tvennu í sannfærandi sigri
Salah var á skotskónum í dag
Salah var á skotskónum í dag
Mynd: Getty Images
Pescara tók á móti Roma í eina leik dagsins í ítölsku deildinni.

Fyrir leik voru Roma í öðru sæti deildarinnar með 72 stig stigi á undan Napoli í því þriðja. Pescara hinsvegar sitja á botni deildarinnar með 14 stig og voru fallnir úr deildinni.

Roma voru mun sterkari aðilinn í leiknum eins og mátti búast við fyrir leik en þeir voru þó lengi að finna taktinn. Undir lok fyrri hálfleiks slapp El Sharaawy einn í gegnum vörn heimamanna og lagði boltann á Kevin Strootman sem kláraði örugglega í opið markið.

Mínútu síðar tvöfaldaði Radja Nainggolan forystu gestanna með góðu marki. 2-0 í hálfleik og útlitið ekki gott fyrir heimamenn.

Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Mohamed Salah gestunum í 3-0 þegar skot hans fyrir utan teig söng í horninu.

Salah var síðan aftur á ferðinni tólf mínútum síðar þegar að hann komst inn í stutta hornspyrnu gestanna, geystist upp völlinn og gaf á El Sharaawy sem að var kominn einn á móti markmanni. Sharaawy var í gjafastuði og ákvað að launa Salah hlaupið þegar hann renndi boltanum aftur á Salah sem skoraði í autt markið og staðan orðin 4-0.

Ahmed Benali náði að klóra í bakkann á 83. mínútu þegar hann afgreiddi fyrirgjöf frá hægri í netið af stuttu færi. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og 4-1 því lokatölur.

Roma eru nú í öðru sæti deildarinnar með 75 stig, átta stigum á eftir toppliði Juventus og fjórum stigum á undan Napoli í þriðja sætinu.

Pescara 1 - 4 Roma
0-1 Kevin Strootman ('44 )
0-2 Radja Nainggolan ('45 )
0-3 Mohamed Salah ('48 )
0-4 Mohamed Salah ('60 )
1-4 Ahmed Benali ('83 )


Athugasemdir
banner
banner
banner