Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. apríl 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Þetta hefur verið pirrandi tími
Jói í baráttu við Paul Pogba í gær.
Jói í baráttu við Paul Pogba í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi Burnley gegn Manchester United í gær. Þetta var fyrsti leikur Jóhanns í tæpa tvo mánuði en hann meiddist á hné gegn Lincoln í bikarnum í febrúar.

„Við höfum verið sterkir heima svo við erum vonsviknir að ná ekki betri úrslitum en ég er sjálfur ánægður. Þetta hafa verið erfiðar vikur hjá mér," sagði Jóhann við heimasíðu Burnley eftir leik en hann hefur þrívegis verið frá keppni á tímabilinu vegna meiðsla.

„Þetta hefur verið pirrandi tími í meiðslum og ég er ánægður með að vera kominn til baka. Ég hef meiðst nokkrum sinnum á tímabilinu og ég er ekki ánægður með það."

„Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og halda áfram. Ég vil spila hvern einasta leik og ég var mjög ánægður með að koma inn á og hjálpa liðinu."


Manchester United afgreiddi leikinn í gær með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

„Þetta var erfiður dagur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru góðir í skyndisóknum en í síðari hálfleik komum við öflugir inn og við getum tekið eitthvað út úr því."

„Þeir eru með frábæra leikmenn og sýndu það í fyrri hálfleik en við tókum á því í síðari hálfleik og spiluðum nokkuð vel. Við getum verið ánægðir með það."


Bjartsýnn fyrir næstu helgi
Burnley er núna í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og ennþá í fallhættu. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace um næstu helgi.

„Við förum í hvern leik til að reyna að ná í stig og við reynum að ná stigum um næstu helgi. Við eigum pottþétt eftir að ná í fleiri stig," sagði Jói.

„Crystal Palace er við hliðina á okkur og þetta verður rosalegur leikur. Við höfum ekki náð í mörg stig á útivelli svo vonandi getum við náð í sigur þarna. Við höfum spilað góðan fótbolta á útivelli en þetta hefur ekki gengið hja okkur. Vonandi gerist það um næstu helgi. Við viljum það, stuðningsmennirnir vilja það og þeir koma alltaf og styðja okkur. Við viljum gera þetta fyrir þá."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner