Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. apríl 2017 13:15
Magnús Már Einarsson
Kristófer Páll líklega í Fylki
Kristófer fagnar marki með Leikni í fyrra.
Kristófer fagnar marki með Leikni í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Kristófer Páll Viðarsson er á förum frá KA eftir að hafa verið í láni hjá liðinu frá Víkingi R.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegt að Kristófer fari í Fylki og leiki með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Kristófer er tvítugur kantamður en hann sló í gegn með Leikni Fáskrúðsfirði í Inkasso-deildinni í fyrra þegar hann skoraði tíu mörk.

Fjögur af mörkunum komu í 7-2 sigri Leiknis á HK í lokaumferðinni en Fáskrúðsfirðingar björguði sæti sínu þá á markatölu.

Kristófer er uppalinn á Fáskrúðsfirði en hann samdi við Víking árið 2015. Síðan þá hefur hann farið til Leiknis á láni á sumrin. Nú lítur hins vegar út fyrir að Kristófer verði í láni hjá Fylki á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner