Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. apríl 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Liverpool gleymdi búningunum og spilaði í búning Yeovil
Liverpool fagna einu marka sinna í Yeovil búningi
Liverpool fagna einu marka sinna í Yeovil búningi
Mynd: Getty Images
Vordeild enska kvennaboltans hófst í gær þegar kvennalið Liverpool heimsótti kvennaliði Yeovil Town.

Liverpool skrifaði undir nýjan styrktarsamning og var ætlunin að frumsýna búningana gegn Yeovil.

Það heppnaðist hins vegar ekki því Liverpool gleymdi búningunum sínum og þurfti því að fá lánaða búninga frá Yeovil.

Búningarnir komu þó ekki að sök, því Liverpool vann öruggan sigur, 4-1 og byrjar því tímabilið vel.

Yeovil er að spila í fyrsta skipti í efstu deild eftir að hafa unnið næst efstudeild og var slegið áhorfendamet hjá Yeovil en 1897 áhorfendur mættu til þess að horfa á Yeovil spila í fyrsta sinn í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner