mán 24. apríl 2017 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli hjá kvennaliði FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óheppnin virðist elta FH-stúlkur á röndum nú rétt áður en Pepsi-deildin hefst.

Melkorka Katrín Pétursdóttir sleit liðbönd á hné eftir ljóta tæklingu í leik U-19 ára landsliðsins gegn Ungverjum í Búdapest á dögunum og verður frá næstu 6-8 vikur.

Lilja Gunnarsdóttir tognaði á ökkla í æfingaleik geng Selfossi fyrir hálfum mánuði og verður frá keppni næstu tvær vikur.

Á fimmtudag missti FH svo tvo leikmenn í viðbót í meiðsli; Megan Dunnigan meiddist á öxl og er tæp á að geta spilað gegn Breiðabliki í 1. umferð og óttast er að Ingibjörg Rún Óladóttir hafi slitið liðbönd á hné, jafnvel krossbönd, og er ljóst að hún verður frá keppni næstu vikur í það minnsta.

Melkorka, Ingibjörg og Lilja spila allar stöðu miðvarðar þ.a. það er ljóst að það er skarð fyrir skildi í vörn FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner