Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. apríl 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Níu staðreyndir um mörkin 500 hjá Messi
Messi er rosalegur.
Messi er rosalegur.
Mynd: Getty Images
Bestur allra tíma?
Bestur allra tíma?
Mynd: Getty Images
Er hann besti fótboltamaður sögunnar? Lionel Messi valdi allavega rétta leikinn til að skora 500. mark sitt fyrir Barcelona en hann skoraði sigurmarkið í El Clasico með flautumarki í gær.

Litli snillingurinn nær þessum áfanga eftir 557 leiki fyrir Börsunga.

Hann hefur sett óteljandi met á ferli sínum en hér má sjá níu staðreyndir um mörkin 500 sem Mirror tók saman.

Fyrir utan Nou Camp hefur Messi skorað flest mörk á Bernabeu
Heimavöllur Real Madrid dregur það besta fram í Messi sem hefur skorað 14 mörk þar. Hann hefur skorað 13 mörk á Vicente Calderón, heimavelli Atletico Madrid.

Messi hefur skorað í 317 mismunandi Barcelona leikjum - Barca hefur aðeins tapað 12 af þeim
Ef Messi skorar eru 87% líkur á sigri Barcelona.

Sá leikmaður sem hefur lagt upp flest mörk fyrir Messi er Dani Alves, 42 stoðsendingar
Iniesta er annar á lista og Xavi þriðji.

Messi hefur skorað fleiri mörk gegn Sevilla en nokkru öðru liði
Hann hefur skorað 29 mörk gegn Sevilla, 27 gegn Atletico Madrid og 24 gegn Valencia.

Af öllum stjórum sem Messi hefur spilað fyrir er besta markahlutfallið fyrir Tito Vilanova
Vilanova heitinn náði því besta út úr Messi eða 1,2 mark að meðaltali í leik. Hjá Guardiola og Enrique er það 0,96 í leik.

Messi hefur skorað 37 þrennur fyrir Barcelona
Þar á meðal eru fjórar fernur og eitt sinn skoraði hann fimm í leik (gegn Bayer Leverkusen 2012). Hann hefur því gert 117 mörk alls í þrennuframmistöðum!

Messi hefur skorað 21 sinni framhjá Diego Alves, oftar en hjá nokkrum öðrum markverði
Brassinn hjá Valencia hlýtur að vera kominn með ógeð af því að mæta Messi.

Messi hefur aðeins verið þrisvar markakóngur í La Liga - og hann hefur ekki verið á toppnum yfir þá markahæstu síðan 2012/13
Nokkuð óvænt.

Spænski konungsbikarinn er sú keppni þar sem Messi gengur verst að skora í
43 mörk í 61 bikarleik. 0,7 að meðaltali í leik.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner