Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. apríl 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Óli Guðbjörns: Átti síður von á þessu
Ólafur Þór Guðbjörnsson (til vinstri).
Ólafur Þór Guðbjörnsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa er að snúa aftur eftir barneignarleyfi á meðan Ásgerður verður ekki með í sumar þar sem hún er ólétt.
Harpa er að snúa aftur eftir barneignarleyfi á meðan Ásgerður verður ekki með í sumar þar sem hún er ólétt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, segir að það komi sér á óvart að Fótbolti.net spái liðinu Íslandsmeistaratitlinum í sumar.

„Já, ég verð að segja það því yfirleitt byggjast þessar vor spár á gengi liða í Lengjubikarnum og þar sem við komumst ekki í 4-liða úrslit þá átti ég síður von á þessu," sagði Ólafur en hvert er markmið tímabilsins í Garðbæ?

„Markmið sumarsins er að halda áfram að þróa liðið svo við verðum á besta stað í lok september."

„Ég sé deildina þróast á svipaðan hátt og í fyrra þar sem liðin voru að reita stig af hvort öðru sem endaði í einu mest spennandi Íslandsmóti fyrr og síðar. Á ekki vona á því að þetta verði neitt öðruvísi í ár nema að það verður sennilega minni munur stigalega séð á milli liðanna í toppbaráttunni og það gætu orðið fleiri lið sem koma að henni."


Harpa Þorsteinsdóttir eignaðist dreng í febrúar en hún stefnir á að snúa aftur á fótboltavöllinn í sumar. Hvenær má reikna með að það verði?

„Hún svaraði þessu í viðtali hjá ykkur á Fótbolta.net þann 27.mars síðastliðinn og ég hef engu við það að bæta," sagði Ólafur.

Í síðustu viku var tilkynnt að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er ólétt en hún og Almarr Ormarsson leikmaður KA eiga von á barni.

„Á svona stundu gleðjumst við með Öddu og Almarri því að ein stærsta stund í lífi þeirra er í uppsiglingu. Varðandi liðið er þetta bara verkefni sem við þurfum að leysa þ.e.a.s. hvernig við fyllum skarðið sem hún skilur eftir sig inn á vellinum en hún verður með okkur í kringum liðið sem er mjög sterkt fyrir hópinn," sagði Ólafur og bætti við að hann reikni ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.

Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, fékk tíu mörk á sig í Pepsi-deildinni í fyrra. Á dögunum kom markvörðurinn Gemma Fay til Stjörnunnar en hún á tæplega 200 landsleiki að baki með Skotlandi. Af hverju ákvað Stjarnan að fá nýjan markvörð fyrir tímabilið?

,Þetta er langt og strangt Íslandsmót þar sem spilað er mjög þétt og það má lítið út af bregða og síðan kemur Meistaradeildin til viðbótar hjá okkur. Við sáum því fram á að við gætum ekki farið í gegnum tímablið með einn markvörð. Við vorum með ítalskan markamann í fyrra og erum fylla það pláss," sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner