mán 24. apríl 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pardew til í að þjálfa erlendis
Pardew langar að vinna titla
Pardew langar að vinna titla
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, fyrrum stjóri Newcastle og Crystal Palace er opinn fyrir því að þjálfa utan Bretlands.

Pardew hefur verið án félags frá því í desember en þá var hann rekinn frá Crystal Palce eftir að hafa unnið aðeins sex af 36 leikjum sem stjóri Palace.

Pardew vill snúa aftur í þjálfun sem allra fyrst og er opinn fyrir því að þjálfa erlendis.

„Að vinna bikara er erfitt fyrir breska þjálfara. Þú getur átt sigurtímabil, það er að segja verið með gott sigurhlutfall, en að vinna bikara er mjög erfitt. Við vorum svo nálægt því með Palace," sagði Pardew.

„Bestu stjórar heims koma í deildina því þetta er stór markaður. Bretar hafa nokkra þjálfara erlendis í minni félögum, eins og Tony Adams á Spáni. Brendan Rodgers er hjá Celtic og er að vinna bikara. Að vinn Evrópubikara er mjög erfitt. Ég væri til í að þjálfa erlendis en mig vantar bara tækifærið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner