Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 24. apríl 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Bærinn fer á hliðina við þetta
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Að sjálfsögðu vilja allir sem hafa skýr markmið og metnað vinna þennan titil.  Við erum engin undantekning á því.  Við viljum vinna Pepsi-deildina og bikarinn en það þarf allt að ganga upp til að það náist.
,,Að sjálfsögðu vilja allir sem hafa skýr markmið og metnað vinna þennan titil. Við erum engin undantekning á því. Við viljum vinna Pepsi-deildina og bikarinn en það þarf allt að ganga upp til að það náist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson er mættur í markið hjá Stjörnunni eftir markmannsvesen í fyrra.
Haraldur Björnsson er mættur í markið hjá Stjörnunni eftir markmannsvesen í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er æðislegt. Maður sér á mannskapnum hvað menn eru gíraðir og hvað það er mikil tilhlökkun að taka þátt í þessu. Maður sér á leikmönnum sem tóku þátt í þessu árið 2014 hvað þetta er gaman og hvað mönnum hlakkar til að takast á við þetta. Ég hef sjaldan verið með leikmannahóp sem er jafn gíraður og í ár.
„Það er æðislegt. Maður sér á mannskapnum hvað menn eru gíraðir og hvað það er mikil tilhlökkun að taka þátt í þessu. Maður sér á leikmönnum sem tóku þátt í þessu árið 2014 hvað þetta er gaman og hvað mönnum hlakkar til að takast á við þetta. Ég hef sjaldan verið með leikmannahóp sem er jafn gíraður og í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ekkert lið eigi eftir að stinga af eins og gerðist með FH í lokaumferðunum í fyrra. Þó að við höfum hafnað fjórum stigum frá þeim þá voru þeir búnir að vinna þetta þegar tvær umferðir voru eftir. Ég held að mótið verði jafnara núna. Það getur ekkert lið farið inn í leik með öruggan sigur," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um Pepsi-deildina sem er framundan í sumar.

Garðbæingar enduðu í 2. sæti í fyrra og vilja ná að gera atlögu að titlinum í ár.

„Hjá liði eins og okkur er krafa um að ná eins langt og hægt er. Að sjálfsögðu vilja allir sem hafa skýr markmið og metnað vinna þennan titil. Við erum engin undantekning á því. Við viljum vinna Pepsi-deildina og bikarinn en það þarf allt að ganga upp til að það náist. Markmiðið okkar er að vera í baráttunni þegar síðustu umferðirnar fara að detta inn. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og fara ekki fram úr sjálfum sér."

„Þetta var algjört klúður eftir á séð"
Í fyrra fékk Stjarnan markvörðinn Duwayne Kerr til liðs við sig fyrir mót. Hann fór í Copa America með landsliði Jamaíka í byrjun móts og yfirgaf Stjörnuna í ágúst fyrir félag í Indlandi. Markmannsskipti voru því tíð í Garðabæ en samtals komu fjórir markverðir við sögu á síðasta tímabili. Auk Kerr voru það Guðjón Orri Sigurjónsson, Sveinn Sigurður Jóhannesson og Hörður Fannar Björgvinsson.

„Það var hundleiðinlegt hvernig þetta þróaðist allt saman. Við misstum Kerr inn og út í landsliðið og svo misstum við hann til Indlands í ágúst. Þetta var algjört klúður eftir á séð. Við erum alltaf að læra, bæði ég sem þjálfari sem og félagið. Ég er ánægður með að vera kominn með tvo öfluga markverði núna," sagði Rúnar en Stjarnan samdi við Harald Björnsson síðastliðið haust auk þess sem Sveinn Sigurður er ennþá í hópnum.

Vildu fá Ólaf Inga
Jósef Kristinn Jósefsson og Óttar Bjarni Guðmundsson komu einnig til Stjörnunnar í haust en síðan þá hafa Garðbæingar verið rólegir á leikmannamarkaðinum.

„Við vorum klárir með leikmannahópinn áður en við byrjuðum æfingar í nóvember. Það var hrikalega sterkt. Við höfum náð að æfa með allan okkar hóp síðan þá og ekki haft áhyggjur af því að styrkja okkur," sagði Rúnar en Stjarnan ætlaði þó skoða Ólaf Inga Skúlason ef hann myndi koma heim úr atvinnumennsku í Tyrklandi. Ekkert verður af því í ár.

„Við ætluðum að gera tilkall í Ólaf Inga ef hann ætlaði að koma heim en nú hefur hann gefið út að hann komi ekki heim. Þá bíðum við og sjáum hvernig þetta þróast. Það hefði verið bónus fyrir okkur ef það hefði gengið upp. Við erum með öflugan hóp og höfum mikla trú á honum."

Skildu við Halldór og Veigar í góðu
Halldór Orri Björnsson og Veigar Páll Gunnarsson, tveir uppaldir Stjörnumenn, fóru til FH í vetur.

„Veigar fékk ekki samning áfram með okkur á þessum forsendum sem hann hefur verið á. Við vildum lækka samninginn hjá Halldóri Orra en hann vildi það ekki og þess vegna fór hann," sagði Rúnar.

„Þetta eru toppstrákar sem hafa verið frábærir fyrir félagið. Þeir hafa skilað góðu starfi hér. Ef menn vilja ekki vera áfram hjá okkur þá verða menn að fara annað. Hvort sem það er FH, Breiðablik, KR eða hvað þá ber ég virðingu fyrir því. Það eru no hard feelings hjá mér og vonandi gengur þeim sem best. Menn skildu í góðu. Menn þurfa að bera virðingu fyrir hvor öðrum og ef menn ná ekki samkomulagi þá þurfa leiðir að skilja."

Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson, framherjar Stjörnunnar, skoruðu ekki mikið í fyrra og samanlagt skoruðu þeir eitt mark í Lengjubikarnum. Rúnar hefur engar áhyggur af því.

„Ég hef engar áhyggjur. Þetta eru báðir toppleikmenn sem eru í góðu standi. Ef þeir vinna vel fyrir liðið og sinna sínu hlutverki þá er ég sáttur. Ef við fáum þrjú stig og þeir sinna vinnunni sinni þá er það allt í lagi ef einhverjir aðrir skora," sagði Rúnar.

Vildi prófa þriggja manna vörn í vetur
Rúnar Páll er með tvo aðstoðarþjálfara í þeim Brynjari Birni Gunnarssyni og Davíð Snorra Jónassyni.

„Við ákváðum að vera þrír þjálfarar úti á æfingasvæði plús Fjalar markmannsþjálfari. Við teljum að það skili sér inn í leikina okkar. Stjórnin og ég ákváðum að styrkja þetta þjálfarateymi vel og fá Davíð inn. Hann er með eiginleika sem ég og Brynjar höfðum ekki. Hann hefur gert þetta feykilega vel. Það eru þrír þjálfarar að leiðbeina og segja til úti á æfingasvæði og við viljum meina að það eigi eftir að styrkja okkur vel," sagði Rúnar.

Stjarnan prófaði að spila með þriggja manna vörn í vetur en liðið hefur farið aftur í hefðbundna fjögurra manna vörn að undanförnu.

„Í staðinn fyrir að prófa þetta í sumar þá nýttum við veturinn í það. Leikmenn þekkja kerfið sem við höfum spilað undanfarin ár og það er alltaf hægt að gera smá tilfærslur og breytingar á leikkerfi til að verða öflugri sóknarlega. Umfram allt er það varnarleikur sem skilar sigrum og það er útgangspunkturinn fyrir okkur. Við ætlum að spila öflugan varnarleik í sumar. Við höfum leikmenn til að klára leikina og erum öflugir í föstum leikatriðum. Það verður okkar leikstíll í sumar," sagði Rúnar.

Mikil spenna fyrir Evrópukeppninni
Stjarnan fór í Evrópuævintýri árið 2014 þar sem liðið mætti meðal annars Inter. Árið 2015 mætti Stjarnan skoska risanum í Celtic í Meistaradeildinni en í fyrra var liðið ekki með í Evrópukeppni. Garðbæingar fá að sjá aftur Evrópu fótbolta í ár.

„Það er æðislegt. Maður sér á mannskapnum hvað menn eru gíraðir og hvað það er mikil tilhlökkun að taka þátt í þessu. Maður sér á leikmönnum sem tóku þátt í þessu árið 2014 hvað þetta er gaman og hvað mönnum hlakkar til að takast á við þetta. Ég hef sjaldan verið með leikmannahóp sem er jafn gíraður og í ár."

„Þetta er gríðarlega spennandi. Bærinn fer á hliðina við þetta og Silfurskeiðin verður held ég aldrei öflugri en núna í ár. Ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer allt saman,"
sagði Rúnar.

Hér að ofan má heyra viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Stjarnan
Hin hliðin - Ævar Ingi Jóhannesson
Gerði beinagrind vinsæla á Snapchat
Athugasemdir
banner
banner
banner