Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. apríl 2017 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Dominik Bajda: Þvottadagur á Bernabeu #fotboltinet
Dominik Bajda: Þvottadagur á Bernabeu #fotboltinet
Mynd: Twitter
Mynd: Fótbolti.net
Það er nóg af stuði í mánudagspakkanum enda boltahelgi að baki.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Sveinbjörn Bergmann, stuðningmaður Man Utd:
Fyndið hvað allir eru hættir að rakka Lingard niður á meðan margir eru farnir að dýrka hann. Rasshausar! #fotboltinet

Magnús Valur Böðvarsson, stuðningsmaður Crystal Palace:
Solid 3 punktar gegn liverpool. Þetta er farið að vera hefð. #fotboltinet

Rúnar G Þorsteinsson, fótboltaáhugamaður:
Ég hata Samma Sopa meira en pestina, og myndi frekar stíga á naglaspýtu en að halda með liði þessa físibelgs. #andfótbolti

Sigurgeir Gíslason, stuðningsmaður Liverpool:
MSN eða BBC, eiga ekkert í brasilíska LFC tríóið hjá Liverpool. #fotboltinet #livcry

Einar Matthías Kristjánsson, kop.is:
Ástæðan fyrir því að Benteke skorar alltaf gegn Liverpool en ekkert með þeim er að gegn Liverpool spilar hann gegn vörn Liverpool #kopis

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður:
Ætlarðu að skora 500 mörk, #Messi ? Já. Hvenær ætlarðu að skora mark nr 500? Æi bara flautumark í #ElClásico. Guð.

Sigurður Svavarsson, fótboltaáhugamaður:
Sergio Ramos með sitt 5 rauða spjald í #Elclasico og 22 rauðaspjaldið hans með Real Madrid. Hann er alltaf hetja eða skúrkur #fotboltinet

Sindri R. Sindrason, fótboltaáhugamaður:
Afhverju afhverju afhverju braut Marcelo ekki á Sergi Roberto?? Hann var ekki á gulu spjaldi. #fotboltinet

Örvar Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net í Vín:
Hver sagði aftur að Ter Stegen væri ekkert spes. Geggjaður i kvöld. Hann er maður leiksins, Messi telst ekki með - ofurmenni. #fotboltinet

Ástvaldur Tryggvason, fótboltaáhugamaður:
Það hefði verið flott að sjá nokkur „Messi er bestur allra tíma“ tíst eftir einvígið við Juve. En það verður ekki á allt kosið. #fotboltinet

Björn Teitsson, sparkspekingur:
Er á bar í Buenos Aíres, Messi var að skora og það var bara GOOOOOL og titraðist allt og helltist hálfur bjuur á gólfið. Best!
#fotboltinet

Böðvar Böðvarsson‏, leikmaður FH:
Ennþá að ranka við mér eftir þessa maníu sem fagnið hjá Messi var, nettasta sem ég hef séð.



Un 10 para todos!!!! Grandioso equipo!!!! Força Barça!

A post shared by Andres Iniesta (@andresiniesta8) on



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner