mán 24. apríl 2017 09:20
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk og Lukaku efstir á óskalista Conte
Powerade
Hverja mun Conte versla í sumar?
Hverja mun Conte versla í sumar?
Mynd: Getty Images
Kyle Walker er orðaður við Bæjara.
Kyle Walker er orðaður við Bæjara.
Mynd: Getty Images
Það er kominn mánudagur og sjóðandi heitt slúður komið úr ofninum. BBC tók saman hvað ensku götublöðin bjóða upp á.



Miðvörðurinn Virgil van Dijk (25) og sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (23) eru efstir á óskalista Antonio Conte, stjóra Chelsea, fyrir sumarið. (Mirror)

Forseti Napoli segir mögulegt að Kalidou Koulibaly (25) fari til Chelsea í sumar. Varnarmaðurinn er metinn á 60 milljónir punda. (Express)

Manchester City er talið hafa forskot gegn Manchester United í baráttunni um vinstri bakvörðinn Benjamin Mendy (22) hjá Mónakó. (Daily Star)

Jose Mourinho hrósar Frakkanum Anthony Martial (21) eftir frammistöðuna í sigrinum gegn Burnley. Mourinho segir að Martial geti orðið mjög sérstakur leikmaður ef hann vill það. (Goal)

Bayern München skoðar möguleika á að kaupa Alexis Sanchez (28) frá Arsenal í sumar og þá hafa þýsku meistararnir líka áhuga á Kyle Walker (26) bakverði Tottenham. (Kicker)

Aaron Ramsey segir að Arsenal vilji vinna FA bikarinn fyrir Arsene Wenger eftir að hafa viðurkennt að hann og liðsfélagar hans hafi brugðist stjóranum í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. (Evening Standard)

Wenger segir að sóknarleikmaðurinn Alexis Sanchez (28) verði hjá félaginu á næsta tímabili. (Sun)

Manchester United óttast að miðjumaðurinn Paul Pogba (24) muni missa af deildarleiknum gegn Manchester City á fimmtudag eftir að hann varð fyrir meiðslum í lok 2-0 sigursins gegn Burnley í gær. (Daily Mail)

Talsmaður Antoine Griezmann (26) segir að Manchester United sé það félag sem hafi mest sýnt áhuga sinn á Frakkanum svart á hvítu. (TF1)

Umræða um framtíð David de Gea (26) hefur aukist eftir að markvörðurinn setti húsið sitt á sölu, með bikaraskáp inniföldum. De Gea er reglulega orðaður við Real Madrid. (Sun on Sunday)

Henk ten Cate, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea, er efstur á blaði hollenska knattspyrnusambandsins sem leitar að nýjum landsliðsþjálfara. (De Telegraaf)

Harry Kane (23), sóknarmaður Tottenham, telur að Spurs muni halda haus í baráttunni um enska meistaratitilinn þrátt fyrir tapið gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins á laugardag. (London Evening Standard)

Dave Jones, stjóri D-deildarliðsins Hartlepool, var rekinn daginn eftir að Jeff Stelling, íþróttafréttamaður á Sky Sports, kallaði eftir því í beinni útsendingu að hann myndi segja af sér. Stelling er þekktasti stuðningsmaður Hartlepool. (Northern Echo)

Newcastle vill kaupa sóknarmiðjumanninn Tom Cairney (26) frá Fulham. Leikmaðurinn er metinn á 10 milljónir punda. (Mirror)

Líkur Everton á að fá Michael Keane (24), varnarmann Burnley, minnkuðu þegar Manchester United sýndi áhuga á að fá hann til baka. Everton er farið að skoða aðra kosti. (Liverpool Echo)

Wolves hyggst kaupa sóknarmanninn Andreas Weimann (25) sem er á láni frá Derby á 1,5 milljón punda. (Mirror)

Njósnarar frá Southampton, Bournemouth og Liverpool horfðu á sóknarmanninn Henry Onyekuru (19) spila fyrir belgíska félagið Eupen á laugardaginn. Strákurinn kemur til greina sem leikmaður ársins í Belgíu. (Daily Mail)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, hefur frestað aðgerð á mjöðm til að einbeita sér að því að komast yfir 40 stiga múrinn. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner