Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. apríl 2017 14:15
Magnús Már Einarsson
Yaya Toure: Myndi frekar vilja spila án dómara
Toure er ekki sáttur.
Toure er ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, miðjumanni Manchester City, var ekki skemmt yfir dómgæslunni í 2-1 tapi liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum enska bikarsins í gær.

Mark var dæmt af Sergio Aguero í fyrri hálfleiknum en endursýningar sýna að það hefði átt að standa. Arsenal hafði síðan betur í framlengingu.

„Dómarar verða að hætta þessu. Ég er mjög vonsvikinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum," sagði Toure.

Manchester City mætir nágrönnum sínum í Manchester United í gífurlega mikilvægum leik á fimmtudaginn.

„Kannski fáum við betri dómara á fimmtudaginn eða spilum án dómara. Ég myndi frekar vilja það," sagði Toure brjálaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner