Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 24. apríl 2018 12:50
Magnús Már Einarsson
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik reynir að kaupa Steven Lennon
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið eigi í viðræðum við FH um kaup á framherjanum Steven Lennon.

Lennon verður samningslaus í haust og samkvæmt nýjum félagaskiptareglum má leikmaður hefja viðræður við önnur félög ef núverandi félag hans er látið vita af viðræðunum.

Ágúst sagði við Fótbolta.net í dag að Breiðablik hefði ekki ennþá rætt við Lennon sjálfan en hins vegar hafi félagið hug á að kaupa hann frá FH.

„Við höfum haft samband við félagið og komið með tilboð. Það verður að skýrast hverng þeir taka því. Við erum í viðræðum við FH-ingana og þeir vita hvað við erum að biðja um," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Vonast Ágúst til að Breiðablik geti keypt Lennon af FH strax? „Það væri draumur," sagði Ágúst.

Hinn 29 ára gamli Lennon hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Fyrr í vetur reyndi Breiðablik einnig að kaupa Lennon frá FH á 750 þúsund en án árangurs.

„Ég er að semja við Lennon um áframhaldandi samning. Plús það að hann er á samning við okkur út árið," sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, við Fótbolta.net um málið. FH vill halda Lennon en sögusagnir eru um að hann sé ekki fullkomlega sáttur hjá félaginu.

„Það er óklókt að segja að maður hlusti ekki á tillögur en ég hef ekki séð neitt ennþá sem ég staldra við," sagði Jón þegar hann var spurður út í hvort þeir muni ekki hlusta á tilboð frá Breiðabliki.

Viðtalið við Jón má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner