banner
   þri 24. apríl 2018 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Roma trúir á annað kraftaverk
Mynd: Getty Images
Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma, heldur í trúna þrátt fyrir 5-2 tap gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Roma kom til baka gegn Barcelona í 8-liða úrslitunum. Eftir 4-1 tap á útivelli, þá vann liðið 3-0 á heimavelli. Di Francesco hefur trú á því að annað slíkt kraftaverk geti átt sér stað.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel en misstum svo hausinn," sagði Di Francesco við Mediaset Premium.

„Það var þó mjög gott að enda leikinn eins og við gerðum. Við verðum að hafa trú á því að við getum komið til baka."

Seinni leikur Roma og Liverpool fer fram í ítölsku höfuðborginni Róm á miðvikudagskvöd í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner