Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. maí 2016 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Karma, ísbrjótar og varsla Júdasar
Lokahóf 5. umferðar Pepsi-deildarinnar
Mafían í stuði í Garðabænum.
Mafían í stuði í Garðabænum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi með lokaðan glugga. Rikki opinn.
Logi með lokaðan glugga. Rikki opinn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Silfurskeiðin lætur í sér heyra.
Silfurskeiðin lætur í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Peysa umferðarinnar: Ágús Gylfason.
Peysa umferðarinnar: Ágús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú skal bjóða upp í dans. Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerum við umferðina upp með hinu eina sanna lokahófi. Þetta er allt til gamans gert til að krydda umræðuna enn frekar. Það voru stórleikir í fimmtu umferð.

Leikur umferðarinnar: Fjölnir 5 - 1 Víkingur Ó.
Frábær frammistaða Fjölnis í vörn og sókn. Þeir voru virkilega þéttir fyrir og sóttu síðan á ógnarhraða á Víkingana. Daprir Víkingar sem höfðu farið vel af stað á mótinu voru undir á öllum sviðum leiksins.
Nánar um leikinn

Mark umferðarinnar: Viðar Ari Jónsson
Grípum niður í lýsingu okkar manns á vellinum: „Vááá!!! Viðar Ari fær boltann í bakverðinum, kemur inn á völlinn og lætur vaða með vinstri fæti langt utan af velli. Boltinn endar í samskeytunum. Þvílíkt mark!"

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Gary Martin
Menn hafa verið að bíða eftir marki frá honum. Í stöðunni 0-0 í leik Víkings R. gegn ÍBV í Eyjum tók hann vítaspyrnu sem var varin. „Ég gat ekki klárað leikinn svona því að þá vissi ég að ég yrði drepinn í fjölmiðlum," sagði Gary og bætti klúðrið upp með því að skora í 3-0 sigri sinna manna.

EKKI lið umferðarinnar:


Einar Hjörleifsson fer úr því að vera leikmaður umferðarinnar síðast yfir í að vera í EKKI liðinu að þessu sinni. Eyjamenn eru heppnir að eiga ekki fleiri fulltrúa. Hólmbert er í mikilli markaþurrð og Sito heldur áfram að valda vonbrigðum.

Orð umferðarinnar: Frábærir
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var heldur betur ánægður með fyrsta stigið sem hans menn náðu að landa með jafntefli gegn ÍA. „Við vorum frábærir," sagði Hemmi.

Óstöðugleiki umferðarinnar: Þróttur
Skellur í Garðabæ. Sigur heima gegn Blikum. Skellur á Valsvelli. Þróttarar þurfa að verjast miklu miklu betur ef þeir ætla að halda sér í deildinni.

Ísbrjótar umferðarinnar: Gary, Viktor, Garðar og Emil
Fyrir umferðina nefndum við tíu leikmenn sem áttu eftir að brjóta ísinn í deildinni og koma sér á blað. Gary Martin, Viktor Jónsson, Garðar Gunnlaugsson og Emil Pálsson svöruðu allir kallinu og skoruðu!

Skalli umferðarinnar: Krulli Gull
Hann skorar með skalla hvort sem hann er með krullur eða ekki. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði annað árið í röð með skalla gegn KR á Kópavogsvelli. Tryggði Blikum sigur gegn KR.

Atvik umferðarinnar: Löglegt mark dæmt af KR
Indriði Sigurðsson var ranglega dæmdur rangstæður þegar hann átti að jafna gegn Blikum 1-1. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru fljótir að minna á það á Twitter að Indriði hafi skorað mark gegn Garðabæjarliðinu í síðustu umferð sem ranglega var látið standa. Karma?

Bras umferðarinnar: KR
Bitlitlir sóknarlega. Stigasöfnun KR-inga gengur hægt. Sigur gegn Val í næsta umferð er skyldubeiðni frá stuðningsmönnum.

Varsla umferðarinnar: Júdas
Silfurskeiðin var dugleg að hrópa „Júdas" að fyrrum markverði Stjörnunnar, Gunnari Nielsen. Gunnar varði mark FH með prýði í 1-1 jafnteflinu í Garðabæ og átti eina rosalega vörslu eftir skalla frá Jeppe Hansen.

Hælsending umferðarinnar: Baldur Sigurðsson
Smalinn sýndi klókindi sín þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Breiðhyltinginn Hilmar Árna Halldórsson. Rosaleg hælstoðsending. Konfekt.

Dómari umferðarinnar: Örvar Sær Gíslason
Dæmdi ÍBV - Víkingur R. „Lítið fór fyrir Örvari í dag, eins og það á að vera. Leyfði leiknum að fljóta og lítið hægt að setja út á hans frammistöðu," segir okkar maður í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:
Fyrri lokahóf
Athugasemdir
banner
banner
banner