Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 24. maí 2016 16:30
Elvar Geir Magnússon
Cantona heldur að Mourinho henti ekki Man Utd
Cantona hefði viljað Guardiola.
Cantona hefði viljað Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Eric Cantona á 50 ára afmæli í dag. Í viðtali við Guardian segir hann að félagið hafi misst ýmislegt.

Stjóraskipti eru að eiga sér stað á Old Trafford en Jose Mourinho er að taka við sem knattspyrnustjóri.

„Þeir hafa glatað einhverju. Maður finnur það. En það er erfitt að koma á eftir einstaklingi sem hefur verið hjá félaginu. Þrátt fyrir að þú sért frábær stjóri þá finna stuðningsmennirnir enn fyrir hugmyndafræði Sir Alex Ferguson," segir Cantona.

„Ég er mikill aðdáandi Jose Mourinho en í ljósi þess hvernig hann vill spila fótbolta tel ég hann ekki henta Manchester United. Ég elska persónuleika hans og ástríðu fyrir leiknum, húmornum sem hann hefur. Hann er mjög gáfaður og krefst 100% frá sínum leikmönnum. Og auðvitað vinnur hann titla."

„En ég held að leikstíll hans sé ekki eitthvað sem stuðningsmenn Manchester United munu elska, jafnvel þó liðið vinni leiki. Hann getur unnið með United en hjá félaginu er krafa á að fótbolti sé spilaður á annan hátt."

Cantona telur að Pep Guardiola, sem er að taka við Manchester City, hefði hentað betur á Old Trafford.

„Ég hefði viljað sjá Guardiola hjá United. Hann er sá eini sem getur breytt Manchester. Hann er í Manchester, en í röngum helmingi," segir Cantona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner