Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 24. maí 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Draumaliðsdeild Azazo - Markaðurinn lokar klukkan 17
Hvað gerir Margrét Lára?
Hvað gerir Margrét Lára?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Harpa Þorsteinsdóttir hefur raðað inn stigum.
Harpa Þorsteinsdóttir hefur raðað inn stigum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net og AZAZO standa í fyrsta skipti fyrir Draumaliðsdeild kvenna í sumar.

Í kvöld fer fram 3. umferð deildarinnar og lokar markaðurinn, klukkutíma fyrir fyrsta leik eða klukkan 17:00

Glæsilegir vinningar í boði frá KSÍ, Símanum, 365 og fleiri fyrirtækjum.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Reglurnar eru þær sömu og hafa verið í Draumaliðsdeildinni í Pepsi-deild karla undanfarin ár.

Hægt er að kaupa og selja leikmenn ótakmarkað og gera breytingar á liðinu áður en leikmannaglugginn lokar klukkan 17:00 í dag, klukkutíma fyrir fyrsta leik í 3. umferðinni.

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Athugið að ekki hægt er að nota sama notendanafn og í Draumaliðsdeild Eyjabita í Pepsi-deild karla. Fólk þarf að skrá sig upp á nýtt.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Leikir dagsins:
18:00 ÍBV - Valur
18:00 Breiðablik - Þór/KA
19:15 ÍA - Selfoss
19:15 KR - FH
19:15 Stjarnan - Fylkir

Um AZAZO
AZAZO er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Fyrirtækið hefur þróað upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfið AZAZO CoreData sem er notað af mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. AZAZO býður einnig upp á sjálfstæðar lausnir eins og AZAZO Sign, rafrænar undirskriftir og AZAZO BoardMeeting, sérstaka vefgátt fyrir starfsemi stjórna fyrirtækja auk annara sértækra lausna. Ráðgjafasvið AZAZO aðstoðar við hugbúnaðarinnleiðingu og veitir ráðgjöf við hagræðingu og skilvirkni í rekstri. Vörslusetur fyrirtækisins sérhæfir sig í meðhöndlun og varðveislu gagna í sérhæfðu 4500 m2 húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hjá Azazo starfa um 50 manns í sex löndum. Forstjóri er Brynja Guðmundsdóttir, hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins.
Athugasemdir
banner
banner
banner