Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2016 19:50
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Margrét Lára hetja Vals - Jafnt í Kópavogi
Margrét Lára tryggði Val sigurinn gegn uppeldisfélaginu.
Margrét Lára tryggði Val sigurinn gegn uppeldisfélaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Spennan magnast í Pepsi-deild kvenna og má búast við hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslit fyrstu tveggja leikja kvöldsins.

Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að sætta sig við annað jafnteflið í röð gegn Þór/KA á heimavelli. Svava Rós Guðmundsdóttir kom Blikum í 1-0 þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum en stundarfjórðungi síðar hafði Anna Rakel Pétursdóttir jafnað metin fyrir Akureyrarstúlkur.

Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Val á sínum heimaslóðum í Vestmannaeyjum. Valur vann góðan 1-0 útisigur þökk sé marki Margrétar Láru eftir rúman hálftíma leik.

Valur og Breiðablik eru bæði með fimm stig eftir fyrstu þrjá leikina og Þór/KA er með fjögur stig. ÍBV er með þrjú stig.

Breiðablik 1 - 1 Þór/KA
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('22)
1-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('35)

ÍBV 0 - 1 Valur
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('32)
Athugasemdir
banner