Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2016 08:57
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Mourinho á leið til London
Mynd: Getty Images
Jorge Mendes, umboðsmaður Jose Mourinho, mun funda með Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United, í Lundúnum í dag. Mendes er á leið til Bretlandseyja.

Búist er við því að gengið verði frá þriggja ára samningi við Mourinho sem verður næsti knattspyrnustjóri United.

Mourinho var rekinn frá Chelsea á liðnu tímabili en liðið náði sér ekki á strik eftir að hafa lyft Englandsmeistarabikarnum í fyrra.

Mendes er frægasti umboðsmaður í fótboltaheiminum en hann er með Cristiano Ronaldo og fleiri stórstjörnur á sínu bandi.

Staðfest var í gær að United hefur rekið Louis van Gaal. Árangur hans með liðið þótti ekki ásættanlegur ásamt því að óánægja var með leikstíl liðsins undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner