banner
   mið 24. maí 2017 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Manchester United vann Evrópudeildina í Stokkhólmi
Henrik Mkhitaryan fagnar ásamt Paul Pogba
Henrik Mkhitaryan fagnar ásamt Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United fagna vel og innilega
Leikmenn Manchester United fagna vel og innilega
Mynd: Getty Images
Ajax 0 - 2 Manchester United
0-1 Paul Pogba ('18 )
0-2 Henrik Mkhitaryan ('48 )
Skoðaðu textalýsingu

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United varð í kvöld Evrópudeildarmeistari eftir að hafa lagt Ajax að velli 2-0 á Vina-völlum í Stokkhólmi.

United tókst að ráða ferðinni mestan part af leiknum og skilaði það árangri strax á 18. mínútu er Paul Pogba lét vaða með vinstri fæti fyrir utan teig en boltinn fór af Davinson Sanchez og í markið. André Onana gat lítið gert við þessu í markinu.

Kasper Dolberg, sem hefur verið sjóðandi heitur með Ajax á þessari leiktíð, var týndur í leiknum í kvöld og sá í raun aldrei til sólar.

Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var United einu marki yfir en enska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti.

Henrik Mkhitaryan skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu á 48. mínútu. Boltinn datt fyrir hann og tókst honum að færa boltann áfram og í netið.

Ajax ógnaði lítið eftir það en Jesse Lingard fékk hins vegar gott færi til þess að gera út um leikinn en var of lengi að klára færið. Það kom þó ekki í veg fyrir að United myndi vinna sinn fyrsta Evrópudeildartitil.

United hefur nú unnið bæði deildabikar og Evrópudeildina en með sigrinum í kvöld er ljóst að liðið leikur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner