Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 24. maí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Bragi Brynjars: Gerrard lýsti yfir áhuga á að koma til Íslands
Bragi Brynjarsson.
Bragi Brynjarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi fer fram í Kórnum í kvöld en 280 miðar eru seldir. Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði Liverpool, er heiðursgestur á árshátíðinni að þessu sinni.

Hyypia kom inn eftir að Jamie Carragher þurfti að hætta við að koma þar sem hann er að spila með Liverpool í Ástralíu í dag.

„Við erum alltaf með plan B ef hitt klikkar. Carragher er búinn að klikka tvisvar og þá þarf maður að treysta á finnska stálið," sagði Bragi Brynjarsson formaður Liverpool klúbbsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Vonir standa til að Carragher komi á árshátíð Liverpool klúbbsins í framtíðinni.

„Við erum að vinna í því. Umboðsmaður hans er að lenda í Keflavík og við ætlum að leggja inn smá punkta. Vonandi gengur það á næsta ári."

Undanfarin ár hafa leikmenn eins og Robbie Fowler, Dietmar Hamann, John Barnes, Bruce Grobbelar, Ian Rush og Neil Ruddock mætt á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi.

„Þetta er stór og flottur pakki af stjörnum sem hafa verið hérna. Það spyrst út að það er gott að koma til Íslands og vera hérna og þá er auðvelt að fá þá," sagði Bragi sem vonast til að fá fleiri stór nöfn á árshátíðirnar í framtíðinni.

„Ég er byrjaður að reyna að fá Xabi Alonso. Það er á stefnuskránni. Síðan er það kóngurinn Gerrard. Hann er búinn að lýsa yfir áhuga en vinnan er aðeins að trufla hann núna," sagði Bragi en Gerrard er þjálfari U18 ára liðs Liverpool.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Braga í heild.
Athugasemdir
banner
banner