Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. maí 2017 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Griezmann spenntur fyrir leik Ajax og United
Antoine Griezmann í leik með Atlético Madrid
Antoine Griezmann í leik með Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Leikur Ajax og Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar fer fram í Stokkhólmi í kvöld en það er mikið undir í þeim leik fyrir enska liðið.

United er á höttunum eftir Antoine Griezmann, framherja Atlético Madrid, en ljóst er að enska liðið þarf á sigri að halda til þess að komast í Meistaradeild Evrópu.

Ólíklegt er að Griezmann fari til United ef liðinu tekst ekki tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Theo, bróðir Antoine, er spenntur fyrir viðureign Ajax og United, en hann tístaði fyrir leikinn. Hann er yfirlýstur stuðningsmaður United en það kætir hann eflaust að bróðir hans er orðaður við félagið.

Svo virðist sem hann hafi eytt færslunni en fjölmargir fjölmiðlar hafa rætt um það í dag.

„Tíminn er kominn. Manchester United <3 <3 <3," sagði Theo á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner