mið 24. maí 2017 17:36
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Ajax og Man Utd: Fellaini byrjar - Carrick á bekknum
Tvö risafélög mætast.
Tvö risafélög mætast.
Mynd: Getty Images
Fellaini byrjar.
Fellaini byrjar.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:45 hefst úrslitaleikur Ajax og Manchester United á Vinavöllum í Svíþjóð.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Manchester United er án varnarmannsins Eric Bailly sem er í leikbanni eftir rautt spjald í undanúrslitum gegn Celta Vigo. Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk í fyrsta leiknum á Vinavöllum, gegn Englandi 2012. Svíinn er á meiðslalistanum. Líklegt er að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United.

Varnarmennirnir Luke Shaw og Marcos Rojo og vængmaðurinn Ashley Young eru allir fjarri góðu gamni.

Ajax er með hrikalega spennandi ungt lið. Meðalaldur byrjunarliðsins í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar var 20 ár og 139 dagar. Liðið vann þann leik en það dugði ekki til að taka titilinn þar sem Feyenoord stóð uppi sem sigurvegari.

Meðal áhugaverðra leikmanna Ajax eru miðvörðurinn Matthijs de Ligt sem er 17 ára og danski sóknarmaðurinn Kasper Dolberg er 19 ára.

Vinstri bakvörðurinn Nick Viergever tekur út leikbann hjá Ajax. Búist er við því að Lasse Schöne er eini leikmaðurinn í byrjunarliði Ajax sem er eldri en 25 ára. Hvernig mun pressan og stressið fara í þetta unga lið?

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Ajax: Onana; Veltman, De Ligt, Sánchez, Riedewald; Klaassen (f), Schöne, Ziyech; Traoré, Dolberg, Younes.

Byrjunarlið Man Utd: Romero; Valencia (f), Smalling, Blind, Darmian; Fellaini, Herrera, Pogba; Mata, Mkhitaryan, Rashford.
(Varamenn: De Gea, Jones, Rooney, Martial, Lingard, Carrick, Fosu-Mensah)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner