mið 24. maí 2017 12:33
Elvar Geir Magnússon
Chelsea aflýsir skrúðgöngu og styður við fórnarlömb hryðjuverkana í Manchester
Victor Moses, leikmaður Chelsea.
Victor Moses, leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea hafa aflýst skrúðgöngu sem átti að vera á sunnudaginn til að fagna titlinum.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það sé ekki við hæfi eftir hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudag.

22 manneskjur létust og 59 særðust í sprengingu eftir tónleika í Manchester.

Lögreglan í London hafði áhyggjur af öryggismálum í tengslum við skrúðgöngunga sem fyrirhuguð var en nú hefur verið hætt við hana.

Leikmenn Chelsea munu vera með sorgarbönd í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal á sunnudag og þá ætlar félagið að gefa pening til styrktar fórnarlamba voðaverkana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner