Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. maí 2017 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumaliðsdeild Azazo - Markaðurinn lokar 18:15
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur raðað inn stigum.
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur raðað inn stigum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Draumaliðsdeild Azazo
Annað árið í röð standa Fótbolti.net og AZAZO fyrir skemmtilegum Draumaliðsleik í Pepsi-deild kvenna.

Í dag hefst 6. umferð deildarinnar. Tveir leikir eru í dag og hefjast þeir báðir kl. 19:15, en leikmannamarkaðurinn í Draumaliðsdeildinni lokar klukkustund fyrir leikina tvo, kl. 18:15.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Það eru núna nokkrir tímar til stefnu og við hvetjum alla, sem vilja, til þess að gera breytingar á sínu liði fyrir umferðina

Leikir umferðarinnar:

Í dag
19:15 Fylkir - Haukar (Floridana völlurinn)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)

Á morgun
14:00 Þór/KA - ÍBV (Þórsvöllur)
19:15 Valur - Grindavík (Valsvöllur)
19:15 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

AZAZO mun í samvinnu við samstarfsaðila bjóða upp á ýmis verðlaun og má þar m.a.nefna nýjasta Samsung 8 símann í haust að lokinni keppni, og er það í samvinnu við Tæknivörur.

Athugið að ekki hægt er að nota sama notendanafn og í fyrra. Fólk þarf að skrá sig upp á nýtt í ár.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner