Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 24. maí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Hyypia í löngu viðtali: Finnland vinnur Ísland í september
Sami Hyypia er staddur á Íslandi.
Sami Hyypia er staddur á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hyypia fagnar marki með Liverpool.
Hyypia fagnar marki með Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Ég kom hingað síðast árið 1993 þegar ég lék með finnska liðinu mínu gegn Val í Evrópukeppninni," sagði Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði Liverpool, í 20 mínútna löngu viðtali við Fótbolta.net í gær. Hyypia er staddur á Íslandi en hann er heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins í kvöld.

„Í síðustu viku var ég í Kína að hitta stuðningsmenn Liverpool þar. Ég flaug til baka í gær svo ég er ennþá á kínverskum tíma og frekar þreyttur í augnablikinu," sagði Hyypia léttur í bragði.

Undirskriftin eftirminnilegust
Hyypia lék með Liverpool við góðan orðstír frá 1999 til 2009 en hann hefur sjálfur verið stuðningsmaður liðsins frá því í barnæsku. Hvert var besta augnablikið á tíma hans hjá liðinu?

„Ég reikna með að þú búist við að ég segi úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Istanbul. Það er stærsti titillinn í fótboltanum og það var frábært augnablikið. Eftirminnilegasta atvikið fyrir mig var hins vegar undirskriftin hjá Liverpool. Ég hafði verið stuðningsmaður Liverpool síðan ég var lítill strákur og það var draumur að rætast. Ég hugsaði þá að þetta væri einungis byrjunin og ég þyrfti að leggja hart að mér til að spila. Ég hefði sagt að fólk væri klikkað ef það hefði sagt á þeim tíma að ég myndi vera hjá Liverpool í 10 ár og spila tæplega 500 leiki. Ég hefði sjálfur ekki trúað því. Ég lagði hart að mér og þetta er frábært afrek þegar ég hugsa til baka."

Aldrei gefast upp - Istanbul og Laugardalsvöllur
Úrslitaleikurinn í Istanbul 2005 er eftirminnilegur og í viðtalinu segir Sami Hyypia frá því að Rafael Benitez, þáverandi stjóri Liverpool, hafi sagt leikmönnum í hálfleik að ná allavega marki í síðari hálfleik til að gleðja stuðningsmenn. AC Milan var 3-0 yfir í hálfleik en Liverpool jafnaði og sigraði síðan í vítaspyrnukeppni.

„Ég held að hann hafi ekki trúað því að við myndum koma til baka á sjö og hálfri mínútu í síðari hálfleik. Svona gerist í fótbolta. Þú verður að gera þitt besta og þú mátt ekki gefast upp. Þó að lítill tími sé eftir þá getur allt gerst. Eins og þegar Finnland spilaði hér gegn Íslandi. Endirinn þar var ekki góður fyrir okkur," sagði Hyypia og rifjaði þar upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi síðastliðið haust þar sem Ísland skoraði tvívegis í viðbótartíma. Hyypia og landar hans í Finnlandi sátu eftir með sárt ennið.

„Við spiluðum frekar vel þar til í lokin. Það er sárt að fá tvö mörk á sig í lok leiksins. Þú verður að læra af því og ég held að Finnland vinni leikinn í Finnlandi í september. Ég hlakka til."

Hreifst af Íslandi og stuðningsmönnunum
Hyypia hreifst eins og aðrir með ævintýri Íslands á EM í Frakklandi í fyrra.

„Ísland sýndi á EM að með góðum liðsanda getur þú gert kraftaverk. Stuðningsmennirnir áttu líka stóran þátt í því. Allir fótboltaáhugamenn muna eftir stuðningsmönnunum á EM. Eftir EM eru allir byrjaðir að gera víkingaklappið," sagði Hyypia og hló.

Hefur séð neikvæðu hliðar þess að vera stjóri
Eftir ferilinn sem leikmaður hefur Hyypia stýrt Bayer Leverkusen, Brighton & Hove Albion og Zurich í Sviss. Hann var rekinn frá Zurich í fyrra og veit ekki hvert framhaldið verður.

„Ég hef séð neikvæðu hliðarnar á því að vera stjóri á stuttum tíma mínum sem stjóri. Við sjáum til. Í augnablikinu er ég að njóta lífsins. Ég hef sett gjörsamlega allt í fótboltann í mörg ár og núna á ég tíma til að njóta annarra hluta í lífinu. Ef mjög áhugavert tilboð kemur upp þá mun ég íhuga það. Kannski sérðu mig stýra liði aftur einn daginn," sagði Sami.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner