Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
Ísland í dag - Breiðablik mætir KR og Fylkir tekur á móti Haukum
Breiðablik getur skellt sér á toppinn
Breiðablik getur skellt sér á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nóg er um að vera á Íslandi í dag en alls eru fjórir leikir á dagskrá. Fylkir tekur á móti Haukum á Floridanavellinum í Pepsi-deild kvenna á meðan að Breiðablik og KR mætast í Kópavoginum.

Bæði Fylkir og Haukar hafa ekki verið að ríða feitum hesti í Pepsi-deildinni upp á síðkastið. Fylkir unnu fyrsta leik sinn í deildinni gegn Grindavík en hafa síðan tapað fjórum leikjum í röð og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar með þrjú stig. Haukar hafa hinsvegar tapað öllum sínum leikjum í deildinni og freista því þess að sækja sín fyrstu stig en liðið er á botni deildarinnar stigalaust.

Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA og stigi á eftir Stjörnunni sem situr í öðru sætinu.

KR eru hinsvegar að berjast í hinum enda töflunnar. En liðið er stigalaust eftir fyrstu fimm umferðirnar líkt og Haukar en eru þó með betri markahlutfall og því í næst neðsta sætinu.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í B-riðli 4. deildar. Augnablik sem spáð var toppsæti riðilsins í spá fótbolta.net tekur á móti KFR í Kópavogi og þá mætast SR og ÍH í laugardalnum. Báðir þessir leikir hefjast á slaginu 20:00.

miðvikudagur 24. maí

Pepsi-deild kvenna 2017
19:15 Fylkir-Haukar (Floridana völlurinn)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)

4. deild karla 2017 B-riðill
20:00 Augnablik-KFR (Fagrilundur)
20:00 SR-ÍH (Þróttarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner