Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2017 09:50
Magnús Már Einarsson
James frekar til Chelsea en Man Utd?
Powerade
Hvert fer James Rodriguez í sumar?
Hvert fer James Rodriguez í sumar?
Mynd: Getty Images
Chris Smalling gæti fært sig um set í sumar.
Chris Smalling gæti fært sig um set í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ensku slúðurblöðin halda áfram að skoða möguleg félagaskipti fyrir sumarið.



FC Bayern er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir Alexis Sanchez leikmann Arsenal. Sanchez verður boðið að fá 10 milljónir punda í árslaun. (Daily Star)

Leikmenn Manchester City eru vissir um að Alexis Sanchez komi til félagsins í sumar sem og Kyle Walker (26) bakvörður Tottenham. Samanlagt kaupverð á þeim er 100 milljónir punda. (Daily Mirror)

West Ham og WBA vilja fá Chris Smalling (27) frá Manchester United. (Sun)

West Ham ætlar að reyna að fá framherjana Michy Batshuayi (23) frá Chelsea og Kelechi Iheanacho (20) frá Manchester City. (Goal)

Kylian Mbappe (18) hefur sagt áhugasömum félögum að hann fari einungis þangað sem hann fær pottþétt að spila. (Metro)

Craig Shakespeare, stjóri Leicester, er farinn til Frakklands til að ræða við eigendur félagsins um framtíð sína. (Daily Telegraph)

David Moyes hefur áhuga á að taka við skoska landsliðinu ef Gordon Strachan hættir í sumar. (Daily Mail)

James Rodriguez (25), leikmaður Real Madrid, fer líklega frekar til Chelsea heldur en Manchester United. (Daily Star)

Marco Silva er að hætta með Hull og taka við Porto. (Guardian)

Clarence Seedorf vill taka við liði á Englandi. Hann segist vera til í að gerast stjóri í Championship deildinni. (Talksport)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, hefur engan áhuga á að fá John Terry (36) í sínar raðir. (Bournemouth Echo)

Kevin Phillips, fyrrum framherji Sunderland, vill taka við sem knattspyrnustjóri hjá liðinu. Phillips er í dag í þjálfaraliði Derby. (Daily Mirror)

Leon Osman, fyrrum miðjumaður Everton, segir að Ross Barkley (23) yrði frábær leikmaður fyrir Manchester United. (Talksport)

Spænski markvörðurinn Joel Robles (26) segir að framtíð sín hjá Everton sé í óvissu en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. (IBTimes)
Athugasemdir
banner
banner
banner