Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. maí 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Leikur Ajax og Man Utd í opinni dagskrá
Marouane Fellaini á Vinavöllum.
Marouane Fellaini á Vinavöllum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld samkvæmt reglum UEFA.

Ajax mætir Manchester United klukkan 18:45 á Vinavöllum í Svíþjóð.

Fótbolti.net hitar upp fyrir leikinn í allan dag og verður svo með ítarlega umfjöllun um hann í kvöld.

Við hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter fyrir færslur um leikinn.

Okkar maður, Kristófer Kristjánsson, verður á leiknum og hendir inn stuði á snappið okkar.

Það er að miklu að keppa fyrir Manchester United sem vinnur ekki bara bikar með því að leggja Ajax í kvöld heldur fær liðið einnig sæti í Meistaradeild Evrópu.

Mínútu þögn verður fyrir leikinn vegna voðaverkana í Manchester en 22 manneskjur létust og 59 særðust í sprengingu eftir tónleika í borginni á mánudag.

Vinavellir taka 50 þúsund áhorfendur. Hvort félag fékk aðeins 9.500 miða fyrir stuðningsmenn sína. Restin af miðunum fór í almenna sölu eða til skipuleggjenda, knattspyrnusambanda, styrktaraðila, sjónvarpsrétthafa og samstarfsaðila.

Nokkrir punktar um leikinn:
- Þetta verður 64. leikur Manchester United á tímabilinu. Liðið hefur leikið átta leikjum fleiri en Ajax.

- Jose Mourinho hefur unnið alla sex leiki sína gegn Ajax. Þeir hafa allir komið í Meistaradeildinni með Real Madrid.

- Manchester United hefur aldrei unnið Evrópudeildina eða UEFA bikarinn eins og keppnin hét áður.

- Ajax er eitt af fjórum félögum sem hefur unnið alla þrjá Evróputitlana. Síðasti titill kom 1995 þegar Patrick Kluivert tryggði sigur gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner