Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. maí 2017 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Pogba: Við unnum þetta fyrir Manchester
Paul Pogba skoraði fyrra markið og tileinkaði föður sínum sem lést á dögunum.
Paul Pogba skoraði fyrra markið og tileinkaði föður sínum sem lést á dögunum.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United á Englandi, var í skýjunum eftir að hafa unnið Evrópudeildina í Stokkhólmi í kvöld. Hann tileiknaði Manchester-borg sigurinn.

Paul Pogba skoraði fyrra markið á 18. mínútu með skoti sem fór af Davinson Sanchez og í netið. Henrik Mkhitaryan bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks og þar við sat.

Pogba kom aftur til United frá Juventus síðasta sumar en hann var keyptur fyrir metfé.

„Okkur tókst það og við erum stoltir. Það getur enginn sagt neitt núna," sagði Pogba við BT Sport.

„Það sögðu allir að við hefðum átt slæmt tímabil en erum með þrjá titla. Þetta var frábær byrjun sem við áttum og eftir að við gerðum mörkin þá stjórnuðum við leiknum."

Það varð mannskæð hryðjuverkaárás í Manchester-borg í gær en 22 létust og yfir 60 manns særðust er sprenging varð á tónleikum Ariönu Grande í Manchester-Arena. Pogba tileinkaði sigurinn fórnarlömbum.

„Þetta er hræðilegt, allt sem er að gerast þarna úti í heimi, í London og í París. Við einbeittum okkur að leiknum og unnum þetta fyrir Manchester," sagði Pogba í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner