Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. maí 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Talið að leikmenn Bournemouth muni krefjast launahækkunnar
Mynd: Getty Images
Eins og fjölmiðlar á Englandi greindu frá í gærkvöldi á Jermain Defoe að hafa náð samkomulagi við Bournemouth um að ganga til liðs við félagið þar sem hann mun þéna 130 þúsund pund á viku.

En þessar launatölur eru sagðar ekki sitja vel hjá öllum leikmönnum Bournemouth en launahæstu leikmenn liðsins þéna aðeins 50 þúsund pund á viku. Næstum þrefalt minna en Defoe mun þéna gangi samningurinn í gegn.

Þá hafa einnig birst fréttir þess efnis að félagið ætli sér að bjóða John Terry svipaðan samning og nú velta fjölmiðlar fyrir sér hvort að leikmenn Bournemouth muni krefjast launahækkunnar.

Jack Wilshere var launahæsti leikmaður liðsins á nýafstöðnu tímabili en hann þénaði 70 þúsund pund á viku.

Fróðlegt verður að sjá hvernig framvinda þessa máls mun verða en ljóst er að ekki verða allir par sáttir með þetta gangi þetta í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner